Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 64
Náttúrufræðingurinn
64
varð hann vitni að einu mesta mý-
klaki sem sögur fara af. Slæðumýið
myndaði þykka skán á vatninu (10.
mynd). Anthony var nú ráðinn í
að greina gögn okkar til hlítar svo
draga mætti af þeim skýrar álykt-
anir. Það kann að hafa ýtt undir
áhuga hans að Mývatn var stað-
urinn þar sem faðir hans og móðir
hittust fyrst. Þau voru þátttakendur
í sitthvorum skólaleiðangrinum, en
fengu lánaðan bát hjá Jóni heitnum
Þorlákssyni á Skútustöðum, reru út
á vatnið og felldu hugi saman.
Niðurstaða fyrstu líkanreikning-
anna birtust árið 2002. Þar var gerð
grein fyrir sveiflum í líkamsstærð
með hliðsjón af stofnstærð mýflugn-
anna. Þessar sveiflur voru einnig
bornar saman við sveiflur í stofn-
stærð afkastamestu rándýranna,
hornsílis og ránmýs. Kom fram
skýr stuðningur við þá tilgátu að
sveiflur Tanytarsus og Micropsectra
væru drifnar áfram af tímabund-
inni ofbeit á botninum. Breytingar
slæðumýsstofnsins reyndust ekki
í þeim takti við rándýrastofnana
að þeir síðarnefndu væru líklegir
orsakavaldar.23
Sveiflur og stöðugleiki
Anthony lét ekki staðar numið hér,
heldur tók að vinna að reiknilíkani
sem gæti lýst hegðun Tanytarsus-
stofnsins. Hann taldi að tiltæk stofn-
líkön vistfræðinnar gætu ekki skýrt
þær óreglulegu sveiflur sem virtust
eiga sér stað í Mývatni og þyrfti að
ráða bót á því.
Hér er rétt að staldra við og út-
skýra í örfáum orðum hvað átt er
við með reiknilíkani. Reiknilíkan
er ekkert annað en stærðfræðileg
formúla, eða safn formúlna, sem
lýsir einhverju ástandi og hvernig
það breytist jafnóðum og aðstæður
breytast. Í því tilfelli sem hér um
ræðir lýsir formúlan stærð mý-
flugustofnsins (Tanytarsus), segir
m.ö.o. hversu margar mýlirfur eru
á hverri flatareiningu botns. Á ein-
hverjum upphafspunkti gefum við
okkur að fjöldinn sé einhver tiltek-
in tala. Okkur fýsir að vita hversu
margar flugur (eða lirfur) verða
næsta ár. Þá þurfum við að vita
hversu hratt þær geta fjölgað sér. Sá
hængur er á að fjölgunin er háð því
hve margar þær eru. Því fleiri, því
meiri verður fjölgunin, en verði lirf-
urnar of margar fara þær að keppa
um fæðu sín á milli og geta jafnvel
farið að hafa áhrif á fæðuuppsprett-
una með ofbeit. Þá hægir á fjölgun-
inni. Við getum reiknað út hve flug-
urnar verða margar næsta ár. Það ár
verðum við að nota sem nýjan upp-
hafspunkt til að reikna hve margar
flugurnar verða þarnæsta ár. Þannig
má, skref fyrir skref, rekja breyt-
ingar á stærð stofnsins miðað við
þær forsendur um orsakasamhengi
í fæðuvefnum sem gefnar voru í
upphafi. Þetta er allt gert í tölvu að
sjálfsögðu. Við þurfum aðeins að
gefa tölvunni upphafspunkt til að
byrja reikningana á og formúlurnar
sem við höldum að eigi við og svo
sýnir tölvan okkur hvað verður um
mýstofninn með tíð og tíma. Vissar
formúlur geta leitt til þess að stofn-
inn deyr út eftir nokkrar kynslóðir.
Aðrar formúlur geta haft það í för
með sér að stofninn fer að sveiflast á
reglubundinn hátt og enn aðrar geta
leitt af sér stofn sem er alltaf jafn-
stór, er í jafnvægi. Ef til eru góðar
mælingar á stofninum er hægt að
nota þær til að stilla líkanið af, m.ö.o.
setja inn tölur (stuðla) á viðeigandi
stöðum í reikniformúlunni til að
gera hana raunhæfari.
Nýja líkanið var samsett úr þrem-
ur jöfnum sem lýsa samhengi milli
þriggja þrepa fæðuvefsins. Í fyrsta
lagi framleiðslu kísilþörunga. Í öðru
lagi framleiðslu grots, sem er mjög
háð framleiðslu kísilþörunganna. Í
þriðja lagi framleiðslu Tanytarsus
og hvernig hún er háð fæðuskil-
yrðum (kísilþörungum og groti).
Líkanið er í raun sáraeinfalt, en
þegar hegðun þess er könnuð eft-
ir að búið er að stilla líkanið af, en
þá eru fastar líkansins ákvarðaðir
út frá mæligögnum, kemur í ljós
afar flókinn ferill. Þar er fyrst til
að taka að nú þarf að gera grein-
armun á þeim frumframleiðendum
og groti (þ.e. fæðu) sem Tanytarsus
getur haft áhrif á (ofbeitt) annars
vegar og hins vegar því sem fram-
leitt er utan Tanytarsus-svæða. Efni
framleitt utan Tanytarsus-svæða er
varasjóður sem dempar sveiflur í
kerfinu. Ef varasjóðurinn minnkar
dýpka sveiflurnar og lengjast. Líkan-
reikningarnir sýna þetta, en jafn-
framt sýna þeir að fæðuvefurinn er
ofurviðkvæmur fyrir breytingum á
þessu utanaðkomandi efni.
Líkanreikningarnir sýna meira.
Þeir leiða í ljós að Tanytarsus getur
sveiflast eftir lögmálum sem höfðu
ekki áður sést í vistfræðilegum
10. mynd. Jón S. Ólafsson mýflugnafræðingur siglir hér rannsóknabáti á Mývatni þann 6.
júní árið 2000, þegar mýflugur nánast þöktu vatnið. – A researcher motoring in his boat
across the midge-covered lake Myvatn on 6 June 2000. Ljósm./Photo: Haraldur R. Ingvason.
79 1-4#loka.indd 64 4/14/10 8:50:19 PM