Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 147

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 147
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Árósasamningurinn felur í sér verulegar réttarfarslegar og lýð- ræðislegar úrbætur fyrir einstak- linga og samtök sem starfa á sviði umhverfismála og náttúruvernd- ar. Samningurinn tengir saman umhverfisrétt og mannréttindi og kveður á um að það sé réttur sérhvers manns að lifa í heil- brigðu umhverfi. Jafnframt beri sérhverjum einstaklingi skylda til að vernda umhverfið. Samn- ingurinn á að tryggja almenningi réttindi til að geta uppfyllt þessa skyldu með þrennu móti: 1) með rétti til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál, 2) með rétti til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfis- málum og 3) með aðgangi að réttlátri málsmeðferð í umhverf- ismálum fyrir dómstólum eða öðrum óháðum og hlutlausum úrskurðaraðila. Hið íslenska náttúrufræðifélag hvetur Alþingi Íslendinga ein- dregið til þess að staðfesta þenn- an mikilvæga samning fyrir þing- lok. Ísland er eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu sem ekki hefur fullgilt samninginn. Félagið er jafnframt reiðubúið að veita lið- sinni vegna þeirra breytinga sem vinna þarf á gildandi lögum sem snerta umhverfis- og náttúru- vernd vegna fullgildingar á Árósa- samningnum.“ 2. Ályktun um náttúruverndar áætlun 2009–2013: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 28. febrúar 2009 í Kópavogi, fagnar þingsályktunartillögu um nátt- úruverndaráætlun 2009–2013 þar sem er að finna 13 svæði; sex svæði þar sem áhersla er lögð á verndun vegna plantna, þrjú svæði vegna verndunar hrygg- leysingja, þrjú svæði vegna vist- gerðar á hálendinu og eitt svæði vegna jarðfræði. Sérstaklega er fagnað tillögum um stækkun frið- lands Þjórsárvera, verndun Orra- vatnsrústa og verndun Langa- sjávar og nágrennis. Það er von félagsins að Alþingi samþykki náttúruverndaráætlun 2009–2013 sem fyrst og án tilslök- unar á vægi verndunar náttúrunn- ar. Aldrei hefur verið brýnna að standa vörð um náttúruna í ljósi vaxandi álags og ásóknar af marg- víslegu tagi, svo sem í tengslum við ferðamennsku, orkufram- leiðslu og vegagerð. Hið íslenska náttúrufræðifélag skorar jafnframt á hlutaðeigandi að hraða eins og kostur er fram- kvæmd náttúruverndaráætlan- anna, en af 14 svæðum í fyrstu náttúruverndaráætluninni, sem samþykkt var á Alþingi í maí 2004, hefur verndun gengið eftir á aðeins tveimur svæðum.“ 3. Ályktun um Náttúruminjasafn: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 28. febrú- ar 2009 í Kópavogi, fagnar setn- ingu laga um Náttúruminjasafn Íslands vorið 2007 og vonast til þess að málefni safnsins séu loks- ins komin í góðan farveg. Jafn- framt er minnt á ályktanir fyrri aðalfunda félagsins til margra ára um málefni Náttúruminjasafns Íslands, höfuðsafns íslensku þjóð- arinnar í náttúrufræðum, sem félagið hefur sett á oddinn í meira en heila öld. Hið íslenska nátt- úrufræðifélag hvetur mennta- málaráðherra og aðra hlutaðeig- andi aðila til að beita sér næstu árin af fullum þunga fyrir því að ráðist verði í byggingu veglegs náttúruminjasafns, sem hafi aðset- ur á höfuðborgarsvæðinu, helst í miðborg Reykjavíkur í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar. Félagið leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að vanda vel til allrar vinnu sem snýr að stefnu- mótun og skipulagningu á starf- semi hins nýja safns. Brýnt er að Náttúruminjasafn Íslands starfi í nánum vísindalegum tengslum við þá fjölmörgu aðila sem rann- saka, unna og sýsla með náttúru landsins. Í þessu sambandi ber einkum að horfa til Náttúrufræði- stofnunar Íslands, sem umfram flestar aðrar opinberar rannsókn- arstofnanir hefur lögboðnum skyldum að gegna á sviði almennr- ar skráningar íslenskrar náttúru. Hið íslenska náttúrufræðifélag minnir á samofna sögu og tengsl félagsins við Náttúrugripasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og nú síðast Náttúru- minjasafn Íslands og væntir góðs Gröndalshús. Ljósm./Photo: Kjartan Þorbjörnsson, 16. febrúar 2005. 79 1-4#loka.indd 147 4/14/10 8:53:13 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.