Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 40
Náttúrufræðingurinn
40
að þær þorni upp í þurrum árum (4.
mynd). Nær undantekningarlaust
var tjarnavatnið tært og lítil sem
engin merki um mýrarauða. Tjarn-
irnar voru í 573–591 m hæð yfir sjáv-
armáli og flestar þeirra voru fremur
litlar, eða 2–12.500 m2 að flatarmáli
(1. tafla). Leiðni tjarnavatnsins var
36–122 mS/cm, pH-gildi vatnsins
var 6,5–8,7 og vatnshitinn var á
bilinu 7,7–12,2°C.
Fjölbreytileiki og
samfélög smádýra
Á tjarnasvæðunum fjórum fundust
samtals 28–41 tegund/hópur smá-
dýra (1. tafla). Flestar tegundir/hópar
fundust í tjörnunum á Þorskafjarð-
arheiði, alls 41. Töluverður breyti-
leiki var í fjölda þeirra milli tjarna,
eða allt frá fimm tegundum/hópum
upp í 19 (5. mynd). Samfélög smá-
dýra einkenndust fyrst og fremst af
krabbadýrum, þar voru rauðdílar
(Diaptomus-teg.) og augndílar (Cy-
clops-teg.) allsráðandi. Hvor hópur
fyrir sig var ríkjandi í rúmlega þriðj-
ungi tjarnanna. Ein ættkvísl rykmýs,
Parakiefferiella, og tvær tegundir af
ættkvísl Tanytarsus-rykmýs fundust
í nokkrum tjörnum á Þorskafjarðar-
heiði, en þeirra hefur ekki áður verið
getið á Íslandi. Eftir er að staðfesta
greiningu þessara þriggja tegunda.
Í votlendi við Hríshólsvatn fund-
ust 28 tegundir/hópar smádýra og
var breytileiki milli tjarna mikill, eða
2–20 tegundir/hópar (5. mynd). Líkt
og í öðrum tjörnum voru krabba-
dýr mest áberandi, einkum ranafló
(Bosmina coregoni) og augndílar.
Ranaflóin var ríkjandi tegund í tæp-
lega 60% tjarnanna og augndílar
í tæplega þriðjungi tjarna, en auk
þeirra fannst vatnabobbi (Lymnaea
peregra) í töluverðum mæli og var
hann ríkjandi í 14% tjarnanna við
Hríshólsvatn.
Á Holtavörðuheiði fundust alls
32 mismunandi tegundir/hópar
smádýra. Fjöldi tegunda/hópa var
á bilinu 7 til 14, sem er heldur
minna en sást á hinum svæðunum
(5. mynd). Krabbadýr voru einkenn-
andi fyrir smádýrasamfélög þess-
ara tjarna, einkum ranafló, kúlufló
(Chydorus sphaericus) og hnoðafló
(Polyphemus pediculus). Í helmingi
tjarnanna var ranaflóin ríkjandi teg-
und, í tæpum þriðjungi þeirra var
kúluflóin ríkjandi og í 21% tjarnanna
var hnoðaflóin ríkjandi tegund.
4. mynd. Úr Þúfuveri. Í bakgrunni eru Kerlingarfjöll. – From Þúfuver,
Central highlands, with Kerlingarfjöll mountains in the background.
Ljósm./Photo: Jón S. Ólafsson.
3. mynd. Tjarnir á Holtavörðuheiði. Myndin sýnir hluta af því
svæði sem rannsakað var 2002. – Ponds in Holtavörðuheiði,
Northwest Iceland. The photograph shows a part of the research
area studied in 2002. Ljósm./Photo: Jón S. Ólafsson.
2. mynd. Horft yfir votlendið við Hríshólsvatn við Berufjörð í Reyk-
hólahreppi; í bakgrunni til hægri sést Barmahlíðin. – From the wet-
land area by Lake Hríshólsvatn in Berufjörður, Northwest Iceland.
Ljósm./Photo: Jón S. Ólafsson.
1. mynd. Á Þorskafjarðarheiði. – Þorskafjarðarheiði highland,
Northwest Iceland. Ljósm./Photo: Jón S. Ólafsson.
79 1-4#loka.indd 40 4/14/10 8:49:18 PM