Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 30
Náttúrufræðingurinn 30 blaðaskrifa og málaferla. Þau vöktu óskipta athygli þjóðarinnar, er segja má að hafi gert uppreisn gegn þess- um áformum, og lyktaði með setn- ingu laga um verndun Laxár og Mývatnssveitar 1974. Greinarhöfundur hafði um 1967 verið kosinn í náttúruverndarnefnd Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu. Árið 1968 tók hann saman Memorandum um náttúruvernd í Eyjafjarðarsýslu, þar sem fjallað var um verndun ým- issa flokka landslagsmyndana, áa og vatna, sem og um verndun jarðvegs, gróðurs og dýralífs og lofts og lagar. Árið 1967 kom Hið íslenska nátt- úrufræðifélag á fót náttúruvernd- arnefnd, undir forsæti Jóns Baldurs Sigurðssonar, sem beitti sér fyrir því að fá hingað breska farandsýn- ingu um náttúruvernd í eigu British Council. Var hún til sýnis í Reykjavík um tíma, en síðan í Landsbanka- húsinu á Akureyri í byrjun mars 1969, á vegum Náttúrugripasafnsins þar, sem greinarhöfundur stýrði. Á sýningunni á Akureyri var listi þar sem áhugamenn um stofnun nátt- úruverndarsamtaka gátu skráð sig og komu um 40 nöfn á hann. Jafn- framt var hafist handa við að setja upp veggspjaldasýningu um nátt- úruvernd á Norðurlandi, með hlið- sjón af bresku sýningunni. Þar voru settar fram tillögur um eitt friðland í öllum héruðum fjórðungsins og útskýrðar með kortum og myndum. Í Ádrepu, sem birtist í Ársriti Ræktun- arfélags Norðurlands árið 1969,9 var fjallað um sama efni og kynnt 10 svæði sem sérstök ástæða væri til að friðlýsa, þ.e. Jökulsárgljúfur, Mý- vatnssveit að hluta, Flateyjarskagi, Héðinsfjörður og Hvanndalir, Þor- valdsdalur, Glerárdalur, Hraunsvatn og umhverfi í Öxnadal, Skagafjarðar- eyjar, Blöndugil og Hópssvæðið í Húnaþingi. Vorið 1969 var haldin ráðstefna í Reykjavík um gróðureyðingu og landgræðslu að frumkvæði Æsku- lýðssambands Íslands o.fl. aðila. Þar kom fram hugmynd um stofnun samtaka, er hlutu nafnið Landvernd – landgræðslu- og náttúruverndar- samtök Íslands og voru formlega stofnuð um haustið. Meginmark- mið þeirra var að vinna að aukinni landgræðslu og gróðurvernd og fræðslu um þau málefni. Þau voru byggð upp sem samtök félaga og félagasambanda sem fyrir voru á Íslandi og náðu þannig óbeint til alls landsins og mikils fjölda manna. Hvert félag eða samband skyldi til- nefna ákveðinn fjölda fulltrúa, eftir stærð þeirra, og senda á fundi og ráðstefnur Landverndar. Þeir nafnar, Hákon Bjarnason skógræktarsjóri og Hákon Guðmundsson hæstarétt- arlögmaður, voru frumkvöðlar að stofnun þessara samtaka. Forsagan Á fyrri hluta 20. aldar höfðu flest grannríki komið sér upp sérstökum lögum um náttúruvernd, og samtök almennings um það efni voru víða orðin til. Fáeinir íslenskir hugsjónamenn stungu niður penna um málið á árunum 1920–1930, svo sem Guðmundur Davíðsson og Ólafur Friðriksson. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku höfðu stór svæði verið friðlýst sem national parks á 19. öld; með hliðsjón af þeim spruttu upp þjóðgarðar í mörgum löndum og m.a. var þingsvæðið forna á Þingvöllum friðlýst sem þjóðgarður í tilefni alþingishátíðar 1930. Það mál átti sér langan aðdraganda og hafði Guðmundur barist fyrir því í ræðu og riti allt frá 1913. Sú saga er ýtarlega rakin í ritgerð Páls Líndals, Stríð og friður, í afmælisriti Sigurðar Þórarinssonar 1982.6 Á þessum árum settu menn almennt jafnaðarmerki milli náttúruverndar og friðlýsingar (friðunar) lands eða lífvera og tók lagasetning og framkvæmd laga yfirleitt mið af því. Ólafur samdi bæklinginn Verndun árið 1926 en notar þar orðið náttúrufriðun „þar til einhver finnur upp annað betra“. Árin 1928 og 1929 vakti Guðmundur máls á því að koma á fót almennu náttúruverndarfélagi, með deildum um allt land og að stofnað yrði a.m.k. eitt friðland í hverri sýslu, en hvorugt hlaut neinar undirtektir.6 Árið 1932 tók Hið íslenska náttúrufræðifélag frumkvæði í þessum málum með skipun þriggja manna nefndar „til að vinna saman með öðrum félögum að náttúrufriðun“. Sama ár var fyrsta frumvarp til laga um náttúrufriðun og friðun sögustaða lagt fram á Alþingi, flutt af Magnúsi Jónssyni prófessor, og annað frumvarp um sama efni kom fram á þingi 1934. Þau dagaði bæði uppi án teljandi umræðna.6 Á sextugsafmæli Hins íslenska náttúrufræðifélags, 31. október 1949, flutti Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur skeleggt erindi um náttúruvernd er síðan var flutt í útvarpi og birt í Náttúrufræðingnum 1950.7 Sigurður var orðinn þjóðkunnur og hafði kynnst náttúruvernd í Svíþjóð, og sá hversu við vorum aftarlega á merinni í þeim efnum. Í framhaldi af því var Sigurði falið að semja drög að nýju frumvarpi um náttúruvernd í samvinnu við Ármann Snævarr lagaprófessor. Það var lagt fram á Alþingi 1954 en varð ekki að lögum fyrr en árið 1956.6 Með þeim var sett á fót Náttúruverndarráð, skipað sjö mönnum, Sigurði þar á meðal. Það friðlýsti Eldey, Grábrókargíga, Rauðhóla við Reykjavík og Hveravelli á Kili á árunum 1960–1961,og beitti sér fyrir stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli 1967. Einnig hafði ráðið afskipti af ýmsum framkvæmdum, m.a. af lagningu svonefnds Kísilvegar í Mývatnssveit 1966, og þá komst greinarhöfundur fyrst í kynni við starfsemi þess. Stofnun rannsóknastöðvar við Mývatn var einnig á döfinni hjá ráðinu á þessum árum. 79 1-4#loka.indd 30 4/14/10 8:48:52 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.