Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 22
Náttúrufræðingurinn 22 tegundirnar, ætti þörungagróður að vera hér sérlega þroskamikill. Svo sýnist vera (7. mynd), en engar mæl- ingar hafa þó verið gerðar á þessu þótt ærin ástæða sé til. Athyglisvert er að fjörudoppan skuli finnast í grýttum fjörum í Austur-Kanada, þar eð hún er eina þarlenda makró- fánutegundin sem bundin er við grýttar fjörur og ekki finnst á Ís- landi. Deilt er nokkuð um það hvort doppa þessi sé innflutt af mönnum frá Evrópu eða ekki.34 Ekki er ólík- legt að hér yrði umbylting í fjörum ef svo óheppilega vildi til að hún bærist hingað. Þar sem lirfurnar eru sviflægar er veruleg hætta á því að tegundin berist hingað með kjölfestuvatni skipa, og er sennilega einungis spurning um tíma hvenær það gerist. Íslenskar fjörur bjóða upp á mörg einstæð rannsóknarfæri. Ýmsar fjöru- tegundir hér hafa fremur „suðlæga“ útbreiðslu. Þannig finnst bogkrabbi (Carcinus maenas) (8. mynd) eingöngu í hlýjum sjó, frá Suðvesturlandi til Breiðafjarðar. Nákuðungur (Nucella lapillus) (9. mynd) er algengur um vestanvert landið, einkum suðvest- anlands, strjáll á Norðurlandi og til skamms tíma hafði hann ekki fund- ist á Austurlandi, þar sem sjór er að jafnaði svalastur hér við land. Nýjar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hann er nú sestur þar að í ein- hverjum mæli (Karl Gunnarsson, munnl. uppl.). Báðar þessar tegund- ir eru mikilvirkir afræningjar sem leggjast einkum á lindýr, auk þess sem nákuðungurinn leggst einnig á hrúðurkarla. Staðbundnar tilraunir erlendis hafa sýnt að afræningjar þessir hafa oft áhrif á stofnstærð fórnardýra sinna, og má telja líklegt að svo sé einnig á stærri landfræði- legum skala. Hérlendis hefur magn hrúðurkarls (Semibalanus balanoides) (10. mynd), þangdoppu (Littorina obtusata) og kræklings (Mytilus edu- lis) (11. mynd) verið kannað í ýms- um landshlutum þar sem afræningj- arnir eru misalgengir.35 Miðað við útbreiðslu tegundanna erlendis má búast við því að bæði hrúðurkarl, kræklingur og þangdoppa búi hér við kjöraðstæður hvað eðlisþætti (t.d. hitastig) varðar, og ættu þær að þrífast vel í öllum grýttum fjörum 8. mynd. Bogkrabbi Carcinus maenas, mikilvirkt rándýr við hlýrri strendur lands- ins. – The green crab Carcinus maenas, an important predator on warmer Icelandic shores. Ljósm./Photo: Agnar Ingólfsson. 7. mynd. Fjara, vel vaxin þangi. – A shore with luxuriant vegetation of brown algae. Ljósm./Photo: Torfi Agnarsson. 9. mynd. Nákuðungur Nucella lapillus, mikilvirkt rándýr. Sést hér gæða sér á ör- smáum hrúðurkörlum. – The dogwelk Nu- cella lapillus, here feeding on tiny young barnacles. Ljósm./Photo: Agnar Ingólfsson. 79 1-4#loka.indd 22 4/14/10 8:48:45 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.