Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 121

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 121
121 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags kynjahlutföll. Í annan hóp um mitt grafið raðast Svíþjóð (Malmö), Nor- egur (Bergen) og Ísland (Reykja- vík) ásamt innri hlutum Þýskalands (München), Tékklandi (Prag og Plzen), Sviss (Zürich) og Austurríki (Linz). Tveir síðastnefndu staðirnir hafa kaldan janúarmánuð sökum meginlandsloftslagsins, þrátt fyrir að vera syðst landanna. Finnland (Helsinki og Turku) sker sig úr, enda virðist það á mörkum þess sem stokkendur þola að vetri til. T.d. parast finnskar stokkendur seint, sérstaklega í hörðum vetr- um.50 Íslenskar stokkendur virðast ekki haga sér í samræmi við tilgáturn- ar um kuldaþolni kolla né um yf- irgang steggja. Í Vestur-Evrópu er viðbúið að stokkendur færi sig milli staða eftir hita eða áhrifum frosta á fæðuframboð, þar sem tegundin er farfugl og vegalengdir milli land- svæða hentugar. Stokkendur eru hins vegar staðfuglar á Íslandi.45 Vegalengdir í næstu lönd eru langar og það skýrir sennilega helst hvers vegna stokkönd er staðfugl á Íslandi. Auk þess er stokkönd stór fugl og kuldaþolinn ef aðgengi að fæðu er nægilegt.29 En hvers vegna falla íslenskar stokkendur svo vel inn í mynstrið, úr því að íslenskar stokkandarkollur fljúga ekki suður í kaldari vetrum? Sennilegt er að skýringin sé sú að kynjahlutfallið 58% eigi sér aðrar skýringar en hitastigið. Ætla má að sú tala haldist stöðug innan Íslands, þ.e. að afræningjar sæki nokkuð jafnt í stokkendur milli ára. Sé teg- undin staðfugl á Íslandi er það e.t.v. tilviljun að kynjahlutfall þeirra skuli vera í samræmi við spálíkan sem er eingöngu byggt á meðalhita. Æðarfugl Æðarfugl (Somateria mollissima) er algengasta andategundin á Íslandi og er stofninn 250–300 þús. pör.51,52 Æðarfugl elur nær allan sinn aldur við sjó, ólíkt flestum öðrum önd- um, sem verja a.m.k. hluta ársins á ferskvatni.39 Æðarfuglar mynda stóra hópa utan varptíma og benda erlendar rannsóknir til þess að dreifing þeirra ákvarðist að miklu leyti af hentugu aðgengi að bráð, svo sem kræklingi (Mytilus edulis) og ígulkerjum (Strongylocentrotus droebachienensis).53 Æðarfugl sæk- ir einnig í loðnuhrygningar (Mal- lotus villosus) seinni part vetrar.39 Búsvæða- og fæðuval æðarfugla er breytilegt eftir árstíðum og þá er hópastærðin mjög breytileg milli svæða og árstíma.53 Kynjahlutföll æðarfugls eru lítt nefnd í hérlendum heimild- um.39,45,51,54 Séu ljósmyndir af ís- lenskum æðarhópum skoðaðar sést að æðarblikar eru 55–60% einstak- linga54, sem er í samræmi við tölur frá Hollandi, Finnlandi og Norður- Ameríku.9,35,55 Ýmis aðferðafræðileg vandamál gera heildarmat á kynja- hlutfalli æðarfugls flóknara en hjá stokkönd og rauðhöfða, t.d. meiri dreifing, stærri stofn og seinni kyn- þroski hjá æðarfugli (2–3 ára) en grá- öndunum (1 árs).27 Meðal kafanda eru steggir yfirleitt fleiri í stærri hópum en kollur í smærri og dreifð- ari hópum.27,29 Ekkert bendir til þess að kynjahlutföll íslenskra æðarfugla séu á annan veg en þekkist annars staðar í Evrópu, en þau þyrfti þó að kanna nánar með loftmyndum af stórum æðarhópum og svo talning- um á jörðu niðri af smærri hópum meðfram strandlengjunni. Andfuglar eru ólíkir flestum öðr- um fuglum að því leyti að kvenfugl- ar eru átthagatryggari upprunastað sínum, en karlfuglar leita frekar uppi nýjar slóðir.56,57 Oft er talað um   2. mynd. a) Kynjahlutfall stokkandar (Anas platyrhynchos) og meðalhiti janúarmánaðar í Vestur-Evrópu, sé tekið mið af miðgildum talna um kynjahlutföll. b) Kynjahlutfall stokkandar og meðalhiti janúarmánaðar í Vestur-Evrópu, sé tekið mið af hæstu tölum um kynja- hlutföll. – a) The sex ratio of mallards correlates with mean temperature of January in Western Europe, as based on reported median values for sex ratios. b) The sex ratio of mallards correlates with mean temperature of January in Western Europe, as based on the highest reported values for sex ratios.   % s te gg ir af h ei ld ar fjö ld a a) b) % s te gg ir af h ei ld ar fjö ld a 79 1-4#loka.indd 121 4/14/10 8:52:14 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.