Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 121
121
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
kynjahlutföll. Í annan hóp um mitt
grafið raðast Svíþjóð (Malmö), Nor-
egur (Bergen) og Ísland (Reykja-
vík) ásamt innri hlutum Þýskalands
(München), Tékklandi (Prag og
Plzen), Sviss (Zürich) og Austurríki
(Linz). Tveir síðastnefndu staðirnir
hafa kaldan janúarmánuð sökum
meginlandsloftslagsins, þrátt fyrir
að vera syðst landanna. Finnland
(Helsinki og Turku) sker sig úr,
enda virðist það á mörkum þess
sem stokkendur þola að vetri til.
T.d. parast finnskar stokkendur
seint, sérstaklega í hörðum vetr-
um.50
Íslenskar stokkendur virðast ekki
haga sér í samræmi við tilgáturn-
ar um kuldaþolni kolla né um yf-
irgang steggja. Í Vestur-Evrópu er
viðbúið að stokkendur færi sig milli
staða eftir hita eða áhrifum frosta á
fæðuframboð, þar sem tegundin er
farfugl og vegalengdir milli land-
svæða hentugar. Stokkendur eru
hins vegar staðfuglar á Íslandi.45
Vegalengdir í næstu lönd eru langar
og það skýrir sennilega helst hvers
vegna stokkönd er staðfugl á Íslandi.
Auk þess er stokkönd stór fugl og
kuldaþolinn ef aðgengi að fæðu er
nægilegt.29
En hvers vegna falla íslenskar
stokkendur svo vel inn í mynstrið,
úr því að íslenskar stokkandarkollur
fljúga ekki suður í kaldari vetrum?
Sennilegt er að skýringin sé sú að
kynjahlutfallið 58% eigi sér aðrar
skýringar en hitastigið. Ætla má að
sú tala haldist stöðug innan Íslands,
þ.e. að afræningjar sæki nokkuð
jafnt í stokkendur milli ára. Sé teg-
undin staðfugl á Íslandi er það e.t.v.
tilviljun að kynjahlutfall þeirra skuli
vera í samræmi við spálíkan sem er
eingöngu byggt á meðalhita.
Æðarfugl
Æðarfugl (Somateria mollissima) er
algengasta andategundin á Íslandi
og er stofninn 250–300 þús. pör.51,52
Æðarfugl elur nær allan sinn aldur
við sjó, ólíkt flestum öðrum önd-
um, sem verja a.m.k. hluta ársins
á ferskvatni.39 Æðarfuglar mynda
stóra hópa utan varptíma og benda
erlendar rannsóknir til þess að
dreifing þeirra ákvarðist að miklu
leyti af hentugu aðgengi að bráð,
svo sem kræklingi (Mytilus edulis)
og ígulkerjum (Strongylocentrotus
droebachienensis).53 Æðarfugl sæk-
ir einnig í loðnuhrygningar (Mal-
lotus villosus) seinni part vetrar.39
Búsvæða- og fæðuval æðarfugla er
breytilegt eftir árstíðum og þá er
hópastærðin mjög breytileg milli
svæða og árstíma.53
Kynjahlutföll æðarfugls eru
lítt nefnd í hérlendum heimild-
um.39,45,51,54 Séu ljósmyndir af ís-
lenskum æðarhópum skoðaðar sést
að æðarblikar eru 55–60% einstak-
linga54, sem er í samræmi við tölur
frá Hollandi, Finnlandi og Norður-
Ameríku.9,35,55 Ýmis aðferðafræðileg
vandamál gera heildarmat á kynja-
hlutfalli æðarfugls flóknara en hjá
stokkönd og rauðhöfða, t.d. meiri
dreifing, stærri stofn og seinni kyn-
þroski hjá æðarfugli (2–3 ára) en grá-
öndunum (1 árs).27 Meðal kafanda
eru steggir yfirleitt fleiri í stærri
hópum en kollur í smærri og dreifð-
ari hópum.27,29 Ekkert bendir til þess
að kynjahlutföll íslenskra æðarfugla
séu á annan veg en þekkist annars
staðar í Evrópu, en þau þyrfti þó að
kanna nánar með loftmyndum af
stórum æðarhópum og svo talning-
um á jörðu niðri af smærri hópum
meðfram strandlengjunni.
Andfuglar eru ólíkir flestum öðr-
um fuglum að því leyti að kvenfugl-
ar eru átthagatryggari upprunastað
sínum, en karlfuglar leita frekar
uppi nýjar slóðir.56,57 Oft er talað um
2. mynd. a) Kynjahlutfall stokkandar (Anas platyrhynchos) og meðalhiti janúarmánaðar í Vestur-Evrópu, sé tekið mið af miðgildum
talna um kynjahlutföll. b) Kynjahlutfall stokkandar og meðalhiti janúarmánaðar í Vestur-Evrópu, sé tekið mið af hæstu tölum um kynja-
hlutföll. – a) The sex ratio of mallards correlates with mean temperature of January in Western Europe, as based on reported median
values for sex ratios. b) The sex ratio of mallards correlates with mean temperature of January in Western Europe, as based on the highest
reported values for sex ratios.
%
s
te
gg
ir
af
h
ei
ld
ar
fjö
ld
a
a) b)
%
s
te
gg
ir
af
h
ei
ld
ar
fjö
ld
a
79 1-4#loka.indd 121 4/14/10 8:52:14 PM