Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í tjörnum sem kannaðar voru í Þúfuveri fundust alls 33 tegundir/ hópar smádýra og var breytileiki á milli tjarna álíka mikill og hann var á Þorskafjarðarheiði, 2–17 tegundir/ hópar. Sem fyrr voru krabbadýrin mest áberandi, einkum ranaflóin og kúluflóin sem hvor um sig var ríkjandi tegund í um þriðjungi tjarn- anna. Auk þeirra voru augndílar tals- vert áberandi, en sá hópur krabba- dýra var ríkjandi í tæplega fimmtungi tjarnanna sem kannaðar voru. Fjöldi tegunda gefur einungis til kynna hversu margar tegundir eru til staðar en ekki hvert hlut- fallslegt vægi hverrar og einnar er miðað við heildina. Fjölbreyti- leikastuðlar, t.d. Shannon-stuðullinn (H’), taka hins vegar mið af hlutfalls- legu vægi hverrar tegundar innan hvers sýnis (tjarnar). Shannon-fjöl- breytileiki í tjörnum á þeim fjórum svæðum sem borin voru saman var ekki marktækur á milli svæða (ANOVA; F3,63 = 1,98, P=0,126) (6. mynd). Meðaltalsgildin (± stað- alfrávik) fyrir Shannon-stuðulinn voru mjög áþekk fyrir Þorskafjarð- arheiði (1,28±0,5), Holtavörðuheiði (1,25±0,49) og Þúfuver (1,20±0,48) og voru öll hærri en í votlendinu við Hríshólsvatn (0,75±0,57). Þótt samanlagður fjöldi tegunda/ hópa dýra hafi verið nokkuð áþekk- ur á svæðunum fjórum (28–41) var töluverður munur á samfélagsgerð- um smádýra á milli svæða. Krabba- dýr voru ríkjandi í flestöllum tjörn- unum; á Þorskafjarðarheiði voru rauð- og augndílar ríkjandi í flestum tjarnanna en ranafló var áberandi í tjörnum hinna svæðanna. Skötu- ormur (Lepidurus arcticus) fannst eingöngu í tjörnum á Þorskafjarð- arheiði og í Þúfuveri en tjarnatíta (Arctocorisa carinata) fannst bara í tjörnum á Holtavörðuheiði og í vot- lendinu við Hríshólsvatn. Kornáta (Eurycercus lamellatus) fannst á öll- um svæðunum en aðeins í örfáum tjörnum innan hvers þeirra. Hins vegar fannst ísafló (E. glacialis), sem er náskyld tegund, aðeins á Þorska- fjarðarheiði og Holtavörðuheiði. At- hygli vakti að á Holtavörðuheiði fannst hnoðaflóin í vel yfir helmingi tjarnanna en var mun sjaldgæfari á hinum svæðunum. Tegundasamsetning smádýra í tjörnum innan hvers svæðis var lík- ari innbyrðis en á milli svæða, eins og fram kom við hnitun gagnanna (7. mynd). Ólíkust var tegundasam- setningin í tjörnunum á Þorskafjarð- arheiði og í votlendi við Hríshóls- vatn, enda þótt styst sé á milli þessara svæða eða u.þ.b. 10 km í beinni loftlínu. Á milli þessara tveggja svæða munar rúmum 400 m á hæð auk þess sem mikill munur var á leiðni tjarnavatnsins (1. tafla). Nokkur skörun var hins vegar á 6. mynd. Shannon-fjölbreytileikastuðull fyrir tjarnir á þremur hálendissvæðum (TSK, HLT og THV) og einu láglendissvæði (HRS). Sjá skýringar í texta við 5. mynd. – Shannon diversity index for macroinvertebrates in ponds at three highland areas (TSK, HLT and THV) and one lowland area (HRS). See figure 5 for explanations. 5. mynd. Fjöldi tegunda/hópa smádýra í tjörnum á þremur hálendissvæðum (TSK, HLT og THV) og einu láglendissvæði (HRS). Hver kassi sýnir dreifingu gagnanna þannig að efri og neðri mörk kassanna sýna hvar fjórðungsmörkin liggja, lóðréttu línurnar sýna hvar neðri 5% og efri 95% mörk gagnanna liggja og svörtu punktarnir sýna útgildin. Svört lárétt lína innan hvers kassa sýnir miðgildi og rauð lárétt lína sýnir meðaltalsgildi mælinganna. TSK: Þorskafjarðarheiði, HRS: votlendi við Hríshólsvatn, HLT: Holtavörðuheiði og THV: Þúfuver. – Taxa richness of macroinvertebrates in ponds at three highland areas (TSK, HLT and THV) and one lowland area (HRS). Each box shows where the limits of the lower quartile and up- per quartile are, the whiskers show the limits of 5% (lower) and 95% (upper) are and the filled dots show the outliers. A black horizontal line within each box represents the median value and a read horizontal line represents the mean value of the data. TSK: Þorskafjarðar- heiði, HRS: wetland by L. Hríshólsvatn, HLT: Holtavörðuheiði and THV: Þúfuver. 79 1-4#loka.indd 41 4/14/10 8:49:32 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.