Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags rannsóknum. Tanytarsus-stofninn getur verið í tveimur „farvegum“. Hann getur verið stöðugur í lang- an tíma – fræðilega séð endalaust ef ekkert kemur uppá; hinsvegar getur hann farið að sveiflast mjög og hald- ið áfram reglubundnum sveiflum í það óendanlega. Það fer eftir upp- hafspunkti reikninganna, og engu öðru, í hvorum farveginum stofn- inn lendir.24 Við vitum að stofninn sveiflast mjög og að sveiflurnar eru ekki reglulegar. Líkja má eftir þess- um óreglulegu sveiflum með því að láta reiknaða stofninn verða fyrir tilviljunarkenndum frávikum, líkt og búast má við að hann verði fyrir í náttúrunni vegna veðurs eða ein- hverra annarra ytri aðstæðna. Stofnfarvegirnir tveir, sá slétti og sá sveiflótti, liggja svo nærri hvor öðrum að stofninn hrekkur auð- veldlega á milli við þessa ytri trufl- un og niðurstaðan verður óreglu- legar stofnsveiflur sem líkjast mjög þeim sem við höfum orðið vitni að í Mývatni. Lífríkissveiflur og kísilgúrnám Eftir að okkur varð ljóst hverju stofnlíkanið spáði, blasti við hugsanleg skýring á þeim djúpu sveiflum sem einkennt hafa lífríki Mývatns frá árinu 1970 og hafa smám saman leitt til silungsleysis í vatninu. Skýringarinnar er að leita í kísilgúrtökunni í vatninu, sem hófst 1967 og var stunduð í norðurhluta þess, Ytriflóa, til 2004. Þegar setlögum vatnsins er dælt upp myndast hola í botninn sem tekur að safna í sig groti og þannig minnkar framboð á groti sem ættað er utan Tanytarsus-svæða og hafði áður dempað sveiflurnar. Líkanið sýnir að aðeins litlar breytingar á aðfluttu groti (og kísilþörungum) hafa mikil áhrif á hegðun Tanytar- sus-stofnsins. Setflutningar í vatn- inu, sem verða vegna vindknúins uppróts og strauma í vatninu, hafa verið rannsakaðir sérstaklega á þeim forsendum að kísilgúrholan í Ytriflóa eða fyrirhugaðar holur í Syðriflóa tækju til sín það mikið af fæðu frá mýflugunum að vistkerf- ið biði skaða af. Þær rannsókn- ir sýndu að fyrirhugaðar holur í Syðriflóa myndu taka til sín efni sem samsvaraði 34–64% af lífrænni ársframleiðslu flóans (nettó).18 Mælingar og reikningar í Ytriflóa bentu hins vegar til þess að gryfj- urnar þar gleyptu nær allt lífrænt efni sem þar er framleitt, en vegna þess hve lítið af gruggi berst milli flóanna var erfitt að sýna fram á að áhrifin næðu út fyrir Ytriflóa og til Mývatns alls. Tanytarsus- líkanið sýnir nú glöggt að flutn- ingur efnis milli flóanna þarf ekki að vera mikill til að hafa veruleg áhrif á hegðun mýstofnanna. Sam- kvæmt líkaninu koma áhrifin ekki fram sem allsherjar fækkun á mýi, eins og helst var búist við þegar rannsóknir hófust, heldur verða niðursveiflurnar dýpri, en það er einmitt það sem athuganir benda til að hafi átt sér stað. Niðurstöður reiknilíkansins birtust í tímaritinu Nature árið 2008.24 Sveiflur á sveiflur ofan Hvernig stendur á því að fæðuvef- urinn allur er sveiflum undirorp- inn, ekki aðeins Tanytarsus? Ástæð- an er væntanlega sú að næstum allar mý- og krabbadýrategundir vatnsins eru leiksoppar í sveiflu- ganginum. Eins og sakir standa er vinnutilgátan sú að sveiflukennd áhrif Tanytarsus á botnlagið séu það mikil að fjölmargar aðrar tegundir fylgi með vegna þess að það snertir fæðuskilyrði þeirra líka (11. mynd). Auk þess má vera að einn öflugur sveifluvaki í fæðukeðju geti stuðl- að að því að taktur í stofnsveiflum annarra dýra færist í eitt og sama horf.25 Þótt flest bendi til að rándýrin (hornsíli og ránmý) stjórni ekki sveiflugangi í mýi og annarri átu í Mývatni, er sumt í atburðarásinni sem bendir til þess að ekki megi vanmeta áhrif þeirra. Meðal þess má nefna að erfitt er að skýra breyt- ingar á svifkröbbum með beinum 11. mynd. Sveiflugangur vegna fæðuþrepatengsla Tanytarsus við æti sitt (rauð ör) getur leitt til samstiga sveiflugangs í öðrum hryggleysingjum sem lifa á sömu fæðu (blá ör). Áhrif rándýra (gul ör) eru enn ekki fullkönnuð og gætu verið talsverð. – Trophic interac- tions between Tanytarsus and its food resources can reverberate up the food web (blue arrow) and generate cycles. Predation by small fish (yellow arrow) may be important but has not been fully assessed. 79 1-4#loka.indd 65 4/14/10 8:50:21 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.