Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingur og frumkvöðull í náttúruvernd Náttúrufræðingurinn er að þessu sinni helgaður Arnþóri Garðarssyni prófessor emeritus. Arnþór varð sjötugur þann 6. júlí 2008. Þá var haldin ráðstefna honum til heiðurs og jafnframt hófst undirbúningur að söfnun greina í sérstakt hefti Náttúrufræðingsins um sama efni og flutt var á ráðstefnunni. Í heftið skrifa samstarfsmenn og fyrrver- andi nemendur Arnþórs um efni sem tengist starfi og rannsóknum hans, en vísindaferill hans spannar allt frá árinu 1955, þegar hann birti ásamt félaga sínum, Agnari Ingólfs- syni, grein um fugla á Seltjarnarnesi í Náttúrufræðingnum. Rannsóknir Arnþórs eru enn í fullum gangi, 55 árum síðar, og enn er Arnþór að leiðbeina nemendum. Í doktorsnámi vann Arnþór að rannsóknum á stofnsveiflum rjúp- unnar. Eftir að hann lauk doktors- námi sneri hann sér að rannsóknum á votlendi og vistfræði heiðagæsar, aðallega í Þjórsárverum, sem og á fjörulífi. Rannsóknir hans hafa lengst af síðan beinst að stofnstærð- um dýra og búsvæðum þeirra. Þess- ari þekkingu hefur hann miðlað til nemenda sinna við Háskóla Íslands, hins alþjóðlega vísindasamfélags með skrifum í alþjóðleg rit og til almennings á Íslandi með skrif- um í Náttúrufræðinginn og önnur innlend rit um náttúrufræði og náttúruvernd. Arnþór hefur einnig skýrt frá rannsóknum sínum á fjöl- mörgum alþjóðlegum fundum og ráðstefnum. Arnþór hóf kennslu við Háskóla Íslands árið 1969, aðeins einu ári eftir að þar var fyrst boðið upp á nám til BS-gráðu í líffræði. Hann varð prófessor við líffræðiskor árið 1974 og var leiðandi við að byggja upp öflugt, fjölbreytt og kröfuhart nám í líffræði. Arnþór hefur einnig lagt veiga- mikinn skerf til íslenskrar náttúru- verndar. Hann sat tvisvar í Nátt- úruverndarráði, í seinna skiptið sem formaður ráðsins í sex ár. Á vett- vangi þess beitti hann sér m.a. fyrir verndun votlendis, og þann góða árangur sem náðist í friðlýsingu votlendis á 8. áratug síðustu aldar má að stórum hluta þakka ötulu starfi hans. Einnig má nefna frið- lýsingu Þjórsárvera og skráningu þeirra sem eins af svæðum Ramsar- sáttmálans um verndun votlendis með alþjóðlegt mikilvægi, og síðast en ekki síst þátt hans í rannsóknum á lífríki Mývatns og verndun þess. Það var að undirlagi Arnþórs sem Náttúrurannsóknastöðinni við Mý- vatn var komið á laggirnar. Hann tók þátt í rannsóknum á áhrif- um kísilgúrnáms á lífríki vatnsins og skýrði ásamt samstarfsmönn- um sínum hvernig námagröfturinn getur magnað upp stofnsveiflur mýs, sem leiða til þess að í vatn- inu skapast á víxl ástand hungurs- neyðar og allsnægta fyrir fugla og fisk, en þetta ástand hefur leitt til þess að veiðiþol bleikjustofnsins er mjög takmarkað. Þá hefur Arnþór lagt kapp á að koma tölu á þann aragrúa sjófugla sem heldur til hér við land og þar með lagt grunninn að vöktun þeirra. Arnþór hefur verið ötull við að fræða almenning um íslenska nátt- úru. Hann hefur ritað mikið í Nátt- úrufræðinginn og Blika og ritstýrt bókum um náttúrufræði. Þá hefur Arnþór tengst Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi í mörg ár, hann var formaður þess 1972–1976 og heiðurs- félagi frá 1998. Greinarnar í þessu hefti fjalla um Mývatn, Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, stofnvistfræði, fæðukeðjur, fuglafræði, lífríki Íslands og nátt- úruvernd, allt efni sem Arnþóri er mjög hugleikið. Það endurspeglar fjölbreyttan og árangursríkan starfs- feril Arnþórs og þau áhrif sem hann hefur haft á samtímafólk sitt. Fyrir allt þetta er honum þakkað. Jafn- framt er höfundum þakkað þeirra framlag. Gísli Már Gíslason og Þóra Ellen Þórhallsdóttir 79 1-4#loka.indd 3 4/14/10 8:46:57 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.