Gripla - 20.12.2007, Side 103
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
33 Henel (útg.) (1942). Í Rímbeglu er a.m.k. tvisvar vitnað til Bedu prests. Einnig nefnir Beck-
man (1914-1916:i-cxciv) hann oft í umfjöllun sinni um forn rímtöl. Við lauslega athugun var
ekki að sjá að þar væri minnst á Elfrík, en hugsanlegt er þó að áhrif frá riti hans megi finna í
Rímbeglu.
34 T.d. ealdorbiscop = erkibiskup – öldurbiskup, og leohtberend = Lucifer – ljósberi. (Hall
1975).
eftir Elfrík. De temporibus anni, þ.e. fornensk tímatalsfræði eða rímfræði, m.a.
byggð á ritum Bedu prests.33 Nokkrar bækur biblíunnar í endursögn á forn-
ensku (þ.e. Mósebækurnar fimm, Jósúabók og Dómarabókin, að hluta verk
annarra). Bréf á latínu, til munkanna í Eynsham klaustri, ritað 1005, og áður-
nefnd Ævisaga Aðalvalds hins helga, biskups í Winchester, rituð á latínu 1005-
6. Um önnur ritverk Elfríks skal vísað til rita um hann (t.d. Clemoes 1959).
Talið er að Elfríkur hafi síðustu ár sín lagt ritstörfin að mestu á hilluna og
helgað sig lestri og trúrækni. Hann hafði lokið því ætlunarverki sínu að leggja
grundvöll að trúarlegri uppfræðslu landa sinna á móðurmálinu. Margt bendir
til að Elfríkur hafi tekið lítinn þátt í opinberu lífi, heldur litið á það sem verk-
efni sitt að kenna innan klausturmúranna, og leggja til efni handa þeim sem
störfuðu utan þeirra. Líklega hefur hann ekki haft mikla leiðtogahæfileika, og
það er sjálfsagt ekki tilviljun að hans er varla nokkurs staðar getið í samtíma-
ritum. En af ritum hans birtist alvörugefinn og skyldurækinn maður, með víð-
tæka menntun, sterka siðgæðiskennd og umhyggju fyrir ættjörðinni og and-
legum og veraldlegum yfirvöldum (Knowles 1950:63-64). Hann naut vináttu
og stuðnings áhrifamikilla og auðugra aðalsmanna; má þar einkum nefna Að-
alvarð (Aethelweard) öldurmann í vesturhluta Wessex, og son hans, Aðalmær
(Aethelmaer), sem báðir voru vel menntaðir og stuðningsmenn kirkju og
klaustra. Aðalvarður var reyndar nokkur fræðimaður sjálfur og samdi annál á
latínu sem við hann er kenndur. Í formálum hómilíusafnanna kemur fram að
Elfríkur hafi tekið þau saman að beiðni þeirra feðga, sem hefur verið það
kappsmál að hið heilaga orð væri borið fram í kirkjum landsins á móðurmál-
inu, fornensku.
Sem guðfræðingur var Elfríkur ekki í fremstu röð, hann lætur sér yfirleitt
nægja að þýða og endursegja verk annarra, en í framsetningu og stíl liggur snilli
hans. Hann hafði mikil áhrif á þróun ensks ritmáls og gerði fornensku að fjöl-
hæfum miðli til að fjalla um hin lærðustu viðfangsefni. Innleiddi hann í því
skyni mörg auðskilin nýyrði, sett saman úr innlendum orðstofnum, á svipaðan
hátt og hefð er fyrir í íslensku (Wrenn 1980:230).34 Áhrif hans voru þó ekki
eingöngu bundin við England. Í ljósi þess að enskir kristniboðar létu talsvert
101