Gripla - 20.12.2007, Side 178

Gripla - 20.12.2007, Side 178
GRIPLA miðju en ekki á jöðrum þess. Allt sem menn eru og allt sem menn vinna eru gjafir Guðs. Og ein gjafa Guðs er skáldskapurinn eða skáldskapargáfan. Eins og aðrar gjafir skyldu menn nota hana sem þakklætisfórn til gjafarans og nota hana Guði til dýrðar. Frægt er að tónskáldið Bach merkti öll verk sín með skammstöfuninni S.D.G. eða soli Deo gloria. Hið sama sjáum við hjá Hall- grími t.d. í upphafi Passíusálmanna þar sem hann biður þess að allt fyrirtækið megi verða til dýrðar Guði! Og til þess að geta unnið svo að það verði Guði til dýrðar einsetur skáldið sér að tileinka sér allan þann lærdóm sem því var unnt bæði í mælskufræði og guðfræði. Og það er varla hægt að segja að annað hafi yfirhöndina guðfræðin eða mælskufræðin heldur kallast hvorttveggja á, án þess að um nokkra mótsögn sé að ræða. Trúað skáld — að ég ekki segi trúarskáld — sem hafði til þess að- stöðu og lærdóm hlaut að hagnýta sér á allan hugsanlegan hátt reglur mælsku- fræðinnar þegar það vildi koma kristnum boðskap á framfæri. Sami er skapari mælskufræði og skáldskaparlistar og því hlýtur sá sem hlotið hefur þá list að gjöf að nota aðrar gjafir skaparans til þess að geta nýtt þá list til hins ýtrasta. Verk skáldsins er að gefa Guði aftur það sem það hafði áður þegið. Að ganga út frá því að heimurinn myndaði eina heild og lyti ákveðinni reglu (sjá t.d. bls. 48 o. áfr.) var einkenni barokktímans. Og þessi heildarhugs- un byggist á kristnum arfi miðaldanna og er í raun meginuppistaðan í kristinni hugsun frá því á dögum fornkirkjunnar. Þá mótaðist kristin sköpunartrú en hún gengur út á það að heimurinn allur sé verk hins góða skapara og beri verki hans vitni. Í öllum kveðskap sínum vinnur Hallgrímur út frá þessari heildarsýn eða forsendu. Guðfræðilega má orða þá forsendu þannig að mannkynið standi Guði skyldugt um allt sitt líf — standi m.ö.o. undir kröfu Guðs eða lögmáli Guðs sem dæmir manninn sekan — en mæti á hinn bóginn tilboði Guðs um fyrirgefningu syndanna. Ég bendi í þessu sambandi sérstaklega á umræðuna um sálm Hallgríms Um dauðans óvissan tíma á bls. 301-302 í kafla sem heitir „Hinn trúarlegi barokktexti“. Þar er merking sálmsins skýrð á mjög knappan en um leið á mjög skýran hátt og sýnt fram á hvað það sé sem geri textann að barokktexta, er greini hann þá frá nútíma eða módernískum texta. Um greinar- muninn segir að módernískur texti næmi staðar þar sem botninum væri náð og birtist í hinni svartsýnu, trúlausu lífssýn sem doktorsefni nefnir lífssýnina í fyrri hluta kvæðisins og kannski orðast best í hendingunni „ég hef þar og til unnið / aftur að verða mold.“ í 7. versi sálmsins. Hallgrímur hins vegar nemur þarna ekki staðar heldur verða skil í kvæðinu með 8. versi og Guð kemur til sögunnar. Ég leyfi mér að spyrja: Er Guð fjarri í fyrri hluta sálmsins svo að hann er 176
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210

x

Gripla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.