Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 26
24
Terry Gunnell
var greinilega viðtekin og síðan notuð í tilteknum kvæðum í Konungsbók. Mér
vitanlega er hún ekki notuð annars staðar í norrænum handritum frá sama tíma,
eins og þegar hefur verið bent á.
Ekki er óhugsandi að þessi aðferð hafi verið notuð í einu af upprunalegu
safnkverunum sem fræðimenn eins og Gustav Lindblad telja að kvæðin hafi
upphaflega verið varðveitt í (Lindblad 1980, 144-147 og 159-166). Þó er mjög
erfitt að segja til um með hvaða kvæði kerfið hafi fyrst verið notað eða í hvaða
kveri. Eftirtektarvert er að sama aðferð er notuð í Lokasennu sem virðist hafa verið
bætt við safnið seinna (sjá Lindblad 1954, 286), og í Fáfnismdlum og Helgakviðu
Hjörvarðssonar sem voru líklega úr öðrum söfnum en þeim sem varðveittu
goðakvæðin (Lindblad 1954, 267-268, og 1980, 162).
Þar sem aðferðin sem skrifarinn ákvað að taka upp var aðeins notuð við leikin
verk í Evrópu á þrettándu öld, má ætla að hann hafi talið þessi norrænu verk vera
leikverk, þ.e.a.s. verk sem voru leikin á sama hátt. Þótt einhver munur sé á þeirri
aðferð sem notuð er í edduhandritum og í breskum og frönskum leikritahandrit-
um eru þau um margt mjög svipuð. Vissulega er sögnin „kveða“ í þátíð í
edduhandritunum á meðan boðháttur er notaður í flestum leikritum í Evrópu á
þeim tíma (þ.e. í þeim tilfellum sem sögn er notuð). En þátíð er líka notuð í La
seinte resureccion (t.d. „Vers Dan Joseph dunc se turna“: „Þá sneri hann að Jósefi“),
og kemur fyrir í öðrum breskum helgileikritum á fimmtándu öld (t.d. The castle
ofperseverance, línur 1766,1822 og 1863: sjáBevington 1975,848-850 og 1069).
Hún er einnig notuð í fyrsta leikritinu sem var skrifað á sænsku frá fimmtándu
öld, De uno peccatore qui promeruit gratiam („Leikritið um syndarann sem fékk
fyrirgefningu“ : AM 191, fol. 89r-93r) þar sem eru sviðsleiðbeiningar eins og
„vratislaus svarade," and „Her sátther han vdden pa brystit tha gik jomfru maria
fram ok fik om hans hender ok sagde swa . . .“ (Klemming 1863-1879, 1-6).
Annað dæmi er Brome helgileikritið Abraham and Isaac frá svipuðum tíma þar
sem eftirfarandi sviðsleiðbeiningar koma fram: „Her Abraham drew his stroke
and þe angell toke the sword in hys hond soddenly,“ og „Here Abraham leyd a
cloth over Ysaacys face thus seyying . . .“ (Davis 1970, 51-52). Hér er líka vert
að minnast á að í öðru meginhandritinu af The harroiving ofHell (Harley 2253,
fol. 55v-56v) er sögn með mælendanöfnum á spássíunum (t.d. „Sathan ait“:
„Satan svarar“) í upphafi verksins (fol.55v).
Það er ekki hægt að útiloka að skrifarar eða safnarar eddukvæðanna hafi þekkt
handrit leikverka frá Frakklandi og Bretlandi. Reyndar er mjög líklegt að þeir hafi
komist í kynni við slík verk og lifandi leiklist á tólftu og þrettándu öld. Vitað er
af öðrum ritvenjum sem bárust til íslands og Noregs erlendis frá (Seip 1954, 13
og 68-70), til dæmis frá klaustrum Benediktsreglunnar eða með mönnum sem
höfðu lært erlendis. Þýðingar Alexanders sögu, Tristrams sögu og Strengleika á þessu
tímabili bera vott um áhuga Norðurlandabúa á efni frá Norður-Frakklandi (Olsen
1965, 102-107, og Jónas Kristjánsson 1988, 314-331). Og það má segja að
Sæmundur Sigfússon, ísleifur Gizurarson, Gizurr ísleifsson, Þorlákur Þórhallsson
og Páll Jónsson hljóti að hafa komist í kynni við þróun kirkjuleiklistar auk annars