Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 57

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 57
Sannyrði sverða 55 en lífið. Sagnaritarar 13. aldar virðast á einu máli um afstöðu forfeðra sinna til dauða. Garpurinn hræðist ekki dauðann og fagnar honum jafnvel. Þó eru þar undantekningar á. Þeirra frægastur er Hrafnkell Freysgoði sem lætur svo um mælt að honum muni „fara sem mörgum öðrum að lífið mun eg kjósa ef kostur er.“ (Hrafnkels saga, IF, IX, 121)58 Þar svipar honum til höfðingja Sturlungaaldar sem kjósa lífið fremur en dauðann jafnvel þó að þeir þurfi að leggjast svo lágt að biðjast griða. Sturla Þórðarson sjálfur hikar ekki við að þiggja grið í Örlygsstaðabardaga og Svarthöfði Dufgusson biðst griða „heldur ákaflega" í Þórðar sögu kakala. Jafnvel sjálf ofurhetjan Sturla Sighvatsson biður Hjalta byskupsson um grið þegar hann er þrotinn krafta á Örlygsstöðum. Sterkust er þó lífshvötin hjá Gissuri Þorvaldssyni þegar hann skríður ofan í sýrukerið í Flugu- mýrarbrennu og tekst þannig á makalausan hátt að sleppa lífs úr brennunni og lifa af alla fjölskyldu sína. Þó að kappar kjósi dauðann fremur en lífið í þeirri fjarlægu fortíð sem lýst er í elstu Islendingasögum er raunveruleikinn annar. Það sést vel í íslendinga sögu sem er ekki jafn bundin hefðinni og íslendingasögur- nar.59 Jafnaldri Illuga og hinn hraustasti maður, Guðmundur Ormsson, verður að öllu leyti vel við dauða sínum en þegar hann fréttir að hann skuli höggvast segir hann: „Gott væri enn að lifa og vildi eg grið fóstri.“60 Sú afstaða færir þennan ungling nær nútímalesanda en Illugi er. Hann er mannlegri. í íslendinga sögu er það að mestu liðin tíð að menn kjósi fremur að deyja en lifa, þótt einstaka dæmi finnist um það. Hetjudauðinn er þó ekki með öllu horfinn. í orðum Bjarnar Hítdælakappa má finna flest lykilatriði sæmdarhugsjón- arinnar eins og hún birtist í íslendingasögum. í Sturlungu er þá hugsjón ekki að finna. Eftir stendur hins vegar samkenndin með þeim sem glatað hefur öllu en heldur samt mannleika sínum og reisn.61 Menn reyna að verða vel við dauða sínum og láta engan sjá á sér að þeim sé nokkuð brugðið, syngja bænir og glettast jafnvel með dauða sinn.62 Einstaka ofurhugar kasta fram vísu sem sýnir æðruleysi þeirra gagnvart dauðanum. Mun þar frægust vísa Þóris jökuls sem er á engan hátt eftirminnileg persóna í íslendinga sögu og vinnur engin afreksverk íyrr en í dauðanum að hann gerist hetja og kastar fram vísu sem lifað hefúr með þjóðinni síðan. Þetta er sá hetjuskapur sem stendur eftir þegar frásögn Islendinga sögu hefur svipt bardaga og vígaferli aldarinnar hetjuljómanum svo eftir standa nakin 58 Hermann Pálsson (Mannfrœði Hrafhkels sögu ogfrumþtMir, Reykjavík, 1988, bls. 106-107) nefnir fleiri dæmi um þetta, m.a. úr Brennu-Njáls sögu, ÍF, XII, bls. 332 og Fljótsdæla sögu, ÍF, IX, bls. 269. Eins og hann bendir á þarf þetta ekki að stangast á við áðurnefnda hetjuhugsjón. 59 Mismunandi afstaða þessara bókmenntagreina til hefðarinnnar kemur vel fram hjá Stephen A. Mitchell (Heroic Sagas andBallads, bls. 13-32). 60 Þetta dæmi er raunar ekki í íslendinga sögu heldur Svínfellinga sögu (563) en eins og áður kom fram er ekki útilokað að aðrar sögur Sturlungu endurspegli sama viðhorf og íslendinga saga (sjá nmgr. 34). 61 Vésteinn Ólason fjallar um þessar tvær skilgreinar á hetjuskap í norrænum fornbókmenntum og fleiri í grein sinni „Halldór Laxness og íslensk hetjudýrkun," Tímarit Máls og menningar, 53/3, 1992, bls. 31-41. 62 Hér eru í nokkrum tilvikum (t.d. eftir Hólabardaga) á ferðinni píslarsöguáhrifsem líka má finna dæmi um í íslendingasögum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.