Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 61

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 61
Sannyrði sverða 59 lögðu á þá óheyrileg fégjöld. Skýrt er frá því að þeir pynta tvo presta og tvo leikmenn til að komast að því hver drepið hafi Kolbein og þröngva prestum til að syngja í kirkju. Þar er líka merkileg lýsing á ástandi kirkjunnar eftir bardagann: ,Aumleg og hörmuleg kristni var þar þá að sjá. Sumir prestar lögðu messusöng fyrir hræðslu sakir við guð, sumir frömdu fyrir hræðslu við höfðingja, sumir að sínum sjálfsvilja. Höfuðkirkjan, móðirin, sat í sorg og sút og sumar dæturnar með henni en sumar glúpnuðu yfir hennar harmi. Lifði hverr sem lysti en engi þorði um að vanda né satt að mæla.“(224) Þessi útlegging minnir á helgisögu og er skýrt dæmi um áhrif helgisagna og kristinnar hugmyndafræði á Sturlu Þórðarson. Hún er endurtekin í Sögu Guðmundar Arasonar (76) eftir Arngrím Brandsson ábóta sem er raunveruleg helgisaga. Þar er hún afar lítið aukin. Frekari grimmdarverk Arnórs og Sighvats eru tíunduð í lýsingu á bardaganum á Helgastöðum (260-262). Þegar Arnór deyr síðar í sögunni segir um hann: ,Að Arnóri þótti hans mönnum hinn mesti skaði. Var það orð á að hann hefði verið hinn besti drengur og mikill einarðarmaður.“ (287) Þessi umsögn kemur heldur á skjön við það sem á undan er gengið. Satt best að segja þykir þeim lesanda er þetta ritar að í ljósi fyrri lýsinga á verkum Arnórs hljómi þessi eftirmæli manna hans um sinn látna foringja sem háð svo napurt að jafnvel höfundur Gerplu gæti verið stoltur af. 4. Sturla Sighvatsson kemur til sögunnar Eftir því sem á líður frásögnina magnast átökin og ofbeldið samhliða því að metnaður höfðingja vex og til sögunnar koma þeir menn sem síðar deila um yfirráð yfir íslandi öllu. Þar er fremstur í flokki bræðrungur sagnaritarans, Sturla Sighvatsson, sem fyrstur íslendinga reynir að ná landinu öllu undir sjálfan sig og Noregskonung en missir það úr greipum sér á lokasprettinum og fellur að lokum í einni mannskæðustu orustu íslandssögunnar. íslendinga saga fylgir honum alla leið úr móðurkviði á blóðvöllinn á Örlygsstöðum. Fyrsta ofbeldis- verk sitt vinnur hann átján ára. Ekki er það hár aldur enda kemur skýrt fram að Sighvatur lítur á hann sem barn fremur en fullorðinn mann. Þremur árum síðar, í bardaganum á Helgastöðum, er Sturla lostinn steini. Þá segir Sighvatur og er reiður: „Engu eira þeir nú biskupsmenn. Nú berja þeir sveininn Sturlu sem aðra menn.“(276) Sturla er barn í augum Sighvats og rennir lýsingin á fyrsta hermdarverki Sturlu (246-247) alltraustum stoðum undir það. Það er sprottið upp úr fremur barna- legri deilu um sverð sem dekurbarnið Sturlu langar í og ætlar þá bara að taka. Þegar heimamenn hindra það verður hann óður og reiðir öxi sína í höfuð Þorvarði Örnólfssyni sem átti sverðið — gleymir að vísu í öllum æsingnum að snúa öxinni rétt þannig að Þorvarður lifir af, þó að höggið hafi verið mikið. Skortir mjög á hetjubraginn á þessari frásögn enda er Sturla Þórðarson ekki að búa til hetju úr frænda sínum. Þegar Sturla kemur heim hvísla förunautar hans fréttunum að Sighvati, þora væntanlega ekki að segja þær upphátt fyrir ofsa Sturlu. Þá grípur Sighvatur til háðsins sem er eina vopn hans gegn syni sínum, eins og kemur skýrast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.