Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 71

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 71
Sannyrði sverða 69 eiga að ráða. En hina bar skjótt að er öruggir voru í sinni ætlan en skunduðu þó ferðinni.“ (337) Frá því að Sturla Sighvatsson vaknar frá draumi sem hann segir engum er ljóst að vörn hans verður öll í skötulíki. Hann fær fregnir af her Kolbeins og Gissurar nokkru áður en hann kemur og þar með færi á að flýja en hann kastar því frá sér og hæðist þess í stað að liði andstæðinga sinna eins og Snorri Þorvaldsson hæddist að honum sex árum áður og segir að það sé ekki „svo fátt sem það er smátt“.(430) Síðan syngur hann Agústínusarbæn84 og er þá reiðubúinn að mæta skapara sínum. Öll hegðan hans héðan í frá bendir til að það sé einmitt það sem hann ætlar sér. Gerðið á Örlygsstöðum er einkennilega valinn staður til að verjast því að „garð- urinn var lágur svo að það var með öllu ekki vígi.“ (417). Lýsir Sturla Þórðarson síðan frænda sínum og tekur sérstaklega fram að hann hafi ekki tekið við skildinum sem honum var ætlaður. Síðar hafnar hann ráðum manna sinna um að ráðast gegn mönnum Kolbeins þegar þeir eru veikastir fyrir. Hann vill heldur verjast í gerðinu á Örlygsstöðum, þótt það sé lélegt vígi. Núna kemur Sighvatur með sitt lið ofan með fjallinu en hann kemur of seint. Menn Kolbeins unga ráðast á þá um leið og þeir koma í gerðið og þeir verða að hörfa eftir skamma stund. Þá ráðast menn Kolbeins að meginher Sturlunga frá hlið og aftan frá. Brestur þegar flótti í liðið. Flýr þar Kolbeinn Sighvatsson með menn sína alla og hluti af liði Sturlu líka, þar á meðal Sturla Þórðarson. Sighvatur anar hins vegar í opinn dauðann. Tekið er fram að hann hafi verið með forna öxi og rekna sem Stjarna hét en er svo ruglaður að hann snýr egginni niður en veifar skaftinu. Menn kalla til hans og vara hann við en hann svarar engu og heldur áfram. Hann er kominn til að hjálpa eftirlætisbarninu sínu, hvað sem tautar og raular og skeytir engu þótt dauðinn bíði hans. Fall Sighvats verður ekki á glæsilegan eða upphafmn hátt. Hann fellur af mæði og vegið er að honum liggjandi. Kolbeinn reynir sjálfúr að leggja til hans en særir hann lítt því að oddurinn er af spjótinu. Þá segir Sighvatur þurrlega: „Þér munuð nú ráða skiptum vorum.“(420) Sighvatur biður ekki um grið. Hann hefur þegar gert sér grein fyrir óhjákvæmilegum úrslitum orustunnar. Hann er aldraður maður og virðist lítið kæra sig um að lifa son sinn. Sturla Þórðarson tekur aldur hans sérstaklega fram og verður það ekki til að mikla verk Kolbeins. Öll lýsingin er Kolbeini afar óhagstæð. Orðaskipti hans og manna hans opinbera kaldhæðni hans og grimmd. Með þessum verknaði gerir hann föðursystur sína að ekkju án þess að hugsa sig tvisvar um. Sturla Þórðarson dregur fram fórnarlund manna Sig- hvats85 en þetta er einnig þáttur í lýsingu Sighvats sjálfs. Hann er héraðshöfðingi sem nýtur slíkrar hylli meðal manna sinna að þeir eru tilbúnir að fórna lífi sínu fyrir hann.86 Að lokum er lýst hvernig menn Kolbeins ræna líkið og fletta klæðum. 84 Fyrir hana fæst fyrirgefning þeirra synda sem gleymst hefur að geta í skriftarmálum (Sturlunga, I, bls. 570. Textaskýring Kristjáns Eldjárns). 85 I grein sinni, „Ek ætla mér ekki á braut" (Afmalisrit Jótis Helgasonar 18. júní 1969, Reykjavík, 1969) finnur Einar Ól. Sveinsson fjölmargar hliðstæður við þessa atburði. 86 Gunnar Benediktsson, Sagnameistarinn Sturla, bls. 42—43.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.