Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 72

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 72
70 Ármann Jakobsson Sigurvegurunum er hér lýst sem ofbeldismönnum og ræningj um en ekki köppum eða hetjum. Sturla Sighvatsson verst lengi og „alldrengilega“ (420) og er mikið sótt að honum. Hann hefur það vopn „er Grásíða hét, fornt og ekki vel stinnt málaspjót.“ Verður það að teljast undarlegt að slíkur höfðingi sem Sturla er skuli velja sér svo lélegt vopn til varnar í stórorustu. Mörg dæmi eru um það í íslendingasögum að hetjan hefur slæmt vopn til að auka á hetjuskap hennar. Hér er tilgangurinn fremur að sýna fram á ráðleysi Sturlu Sighvatssonar. Hann er feigur maður. En hann verst vel og tekur frændi hans sérstaklega fram að hann hafi lagt „svo hart með því jafnan að menn féllu fyrir en spjótið lagðist og brá hann því undir fót sér nokkurum sinnum.“ Fer svo að Sturla fellur og hlýtur þrjú alvarleg sár sem er ýtarlega lýst. Húnröður nokkur leggur spjóti í hægri kinn Sturlu „og nam í beini stað“, Hjalti byskupsson í vinstri kinn „og skar spjótið úr tungu og var sárið beinfast" og Böðvar kampi í kverkur Sturlu og renndi upp í munninn. Sturla hefur því verið alblóðugur í framan þegar hér er komið sögu og heldur óglæsilegur á að líta. Því er varla nema von að hann sé „þrotinn af mæði og blóðrás. “(421) Samt nær hann að leggja til eins manns svo að hann fellur við en verður að lokum að biðja sér griða. Hann er þá vart talandi lengur og sennilega dauðvona. Mildi þeirra manna sem aðstoða hann, þ. á m. frænda Gissurar og mágs, myndar andstöðu við það grimmdarverk sem á eftir kemur. í því kemur Gissur aðvífandi, kastar af hinum særða manni hlífúnum og og segir: „Hér skal eg að vinna.“ Síðan heggur hann í höfuð Sturlu fyrir aftan eyrað og er því sári lýst. Þá bætir Sturla Þórðarson við og fellir þannig ákveðinn dóm yfir Gissuri: „Það segja menn þeir er hjá voru að Gissur hljóp báðum fótum upp við er hann hjó Sturlu svo að loft sá milli fótanna og jarðarinnar.“ Hér er stillilega sagt frá enda eru frekari gífuryrði óþörf. Gissur vegur hér að liggjandi manni, hugsanlega dauðvona, og ofsinn er svo mikill að hann hoppar upp þegar hann slengir öxinni í höfúð Sturlu. Hér er gert mikið úr reiði Gissurar en reiði er ein af sjö dauðasyndum í kristni. Þetta er eitt fjölmargra dæma um kristinn hugsun- arhátt í texta Sturla Þórðarsonar. Sturla fellir engan dóm yfir verkinu en er síður en svo að draga fjöður yfir hið ógeðslega. Hann segir frá því að Klængur Bjarnarson, frændi Gissurar, leggur í kverkur Sturlu og fleiri verða til að misþyrma lfkinu. Síðan lýsir hann sárinu samviskusamlega. Hann segir frá hvernig líkið er rænt öllum verðmætum og flett klæðum „svo að bert var.“(422) Þegar foringinn er fallinn snúa þeir Gissur og Kolbeinn sér að þeim sem flýðu í kirkju á Miklabæ. Þeim eru öllum gefin grið nema sex. Það er farið að rökkva þegar þeir eru leiddir til höggs, til samræmis við sálarástand hinna dauðadæmdu. Sturla Þórðarson fær sjálfur grið og lýsing hans á atburðunum ber glöggt vitni um andúð hans á þessum aftökum sem hann hefúr sennilega horft á. Hann gerir mikið úr hugprýði Kolbeins Sighvatssonar sem glettist með dauða sinn og Þóris jökuls sem kveður vísu áður en hann leggst undir höggið, vísu sem lifir bæði hann og hinn ónafngreinda mann sem hjó hann. Hann dregur fram æsku Þórðar Sighvats- sonar, bæði með bón Kolbeins Sighvatssonar um að fá að deyja fyrst og með því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.