Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 158
156
Elín Bára Magnúsdóttir
móðurinni. Móðirin glatar um leið stöðu sinni sem hinn almáttugi í augum þess
þar sem faðirinn leggur til „eitthvað" sem hana vantar og þar með þráir. Þetta
„eitthvað“ er fallos sem um leið ögrar tilvist barnsins sem býr við sömu vöntun
og móðirin. Móðirin flyst nú yfir í stöðu M sem er framlenging á £en í báðum
stöðunum sitja þolendur gegnt þeim sem valdið hefur. Eftir þessa tilfærslu reynir
barnið að vinna bug á vanmætti sínum með því að líta upp til fyrirmyndarinnar,
F, sem tákngerist í framkvæmdavaldi föðurins (A/F). Samsömunina við Amá sjá
í leik barnsins „Þegar-ég-verð-stór“.
Þar með er hinum táknlega (symbolsk) þríhyrningi lokað en hann má skoða
sem sviðsetningu á funksjón þrárinnar: A/vantar og þráir það sem yl/Fhefur og
getur gefið. Sviðið sem skilur að ímyndaðan og táknlegan veruhátt nefnir Lacan
raunveruna en á því stigi á vönunin (kastration) sér stað sem er sá „atburður“ sem
kemur í veg fyrir að ímynduð þrá sjálfsverunnar geti orðið að raunveruleika.
Raunveruna má líta á sem svið skynjunar, hvernig einstaklingurinn upplifir sig í
heiminum. Samkvæmt R-líkaninu er sjálfsmynd hvers og eins á stöðugu flökti á
milli hinna ólíku staða b-m-M-F og upplifir ýmist fullnægju eða tómleika,
vanmátt og ósjálfstæði eða almætti og alsælu og fer tilfinningin eftir því hvort
viðkomandi er í geranda- eða þolandahlutverki gagnvart öðrum: hvort maður
hefur eitthvað sem aðra skortir og hvort mann skortir eitthvað sem aðrir hafa. A
ímyndastiginu snúast átökin um að lifa af, vera eða ekki-vera en á táknstiginu um
völd, hafa eða ekki-hafa.
Sonne og Grambye byggja sitt frásagnarlíkan á þeim átökum sem eiga sér stað
á raunverusviðinu og setja frásagnarferlið fram á eftirfarandi hátt: Atburðarrásin
hefst á vöntun og færist því í átt til upprætingar á henni (vans&la—> alsœla). Hér
gæti verið um söguhetju að ræða sem er ósátt við hlutskipti sitt og reynir að ráða
bót á því. Hreyfingin á milli þessara staða felur oftar en ekki í sér að söguhetjan
flyst á milli tveggja ólíkra menningarheima (eða rýma) og hverfur frá stað þar sem
hún býr við félagslegt öryggi til staðar þar sem hún er framandi gestur. Frásagn-
arlíkanið lýsir síðan leið sjálfsverunnar til félagslegrar aðlögunar sem samkvæmt
líkaninu er þyrnum stráð og felur í sér sálarháska. Þetta ferli má einnig lesa sem
sálfræðilega þróun, þ.e. þá leið söguhetjunnar frá því hún glatar eigin sjálfsmynd
til þess er hún öðlast hana á ný.
Á einhverju augnabliki brýst söguhetjan út úr þolandastöðu sinni með því að
samsama sig mynd gerandans eða þeim sem hún á allt sitt undir, sbr. fallísk
samsömun. Þessa viðleitni söguhetjunnar kenna Sonne og Grambye við „of mikla
þrá“, og rekja til drambs eða oflátungsháttar hennar. Þar með hefur söguhetjan
nálgast sálarháskann því með athæfi sínu ögrar hún ríkjandi valdaþáttum sem
koma í veg fyrir háttalag hennar. Sálarháskinn á sér stað í stöðunum fallísk vónun
—> lömun —> táknleg vönun. Hann má skilgreina sem þau tímamót á leið
söguhetjunnar þegar hún verður fyrir andlegu áfalli í þeim skilningi að þrá hennar
bíður skipsbrot vegna ytra valdboðs. Per Aage Brandt orðar þessi tímamót svo:
„Fortællingens katastrofiske moment er samtidig et mode med realitetens bæren-