Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 163

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 163
Afsálarháska Jóns Indíafara 161 og eg heyrði Engelska daglega þar um tala. Hann sljákkaðist nokkuð og sagði ef sá engelski kapteinn vildi þar góðan þátt í eiga þá mundi hann til friðs stillast. Eg spyr hvort eg mætti þess leita. Hann kvað já, og svo gekk eg þaðan til hans. Senn gjörði hann sig reiðubúinn og fór svo og fann aðmírál og forlíkti þá þar strax og ljet sína menn sækja Gabriel Krús og kom svo öllu í gott lag. Hjer af varð eg í stórvirðingu hjá þeim öllum. (135—36) Á heimsiglingunni frá Svalbarða vinnur Jón aðra hetjudáð. Þegar skip þeirra hafði siglt undir strendur Noregs hrepptu þeir mikið óveður svo um tíma leit út fyrir að það mundi hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir skipsmenn. Pumpan í skipinu bilaði og skipið fylltist af sjó en mannskapurinn var þá orðinn svo fótalúinn að hann hafði ekkert í vatnselginn. Aðmírállinn verður alveg ráðalaus en grípur til þess ráðs að leita til Jóns en eftir frásögn hans að dæma vinnur hann hér mikið afrek: Þá gekk aðmíráll út í káhyttudyrnar grátandi sem eitt barn, og fyrir sig kallaði mig, og bað mig í Guðs nafni nokkur góð ráð útgefa til lífs og hjálpar. Eg sagðist ei önnur vita en pumpuna upp að draga, hvað honum leitst ómögulegt í slíkri ógn. Eg geng svo ofan í skip, en þó með hans ráði, til túlksins Jóns, og segi eg aðmíráls orð til, að hann biðji hann um sitt lið og hans landsmanna og góð ráð pumpunni að ná, og alla þá hjálp gjöra, er til lífs og liðs þjena kunni, hvar til eg og lagði mín orð með klappandi hendi; hvar til hann með sínum mönnum sig strax reiðubúinn gjörði ásamt skipsfólkinu, og varð hún svo uppdregin og með krossköðlum stöðvuð; var hún þá fu.ll af smágrjóti nær hún náðist og var margborað blý látið og neglt undir hennar neðri hluta, svo alt komst í gott lag aftur. Aðmíráll lofaði mjer nýjum klæðnaði, hvern eg fjekk þó ekki, nje nokkuð fjemætt úr hans hendi, utan jafnan ljúflegt tiltal hvar hann sá mig og hitti. (137-38) Um haustið eftir að Jón kemur úr Svalbarðaför er hann sendur á Krónborgarkast- ala við Helsingjaeyri til starfa við vaktgæslu. Á þessum tíma geisaði pest í Danmörku og hafði lagt þúsundir manna í valinn. Vegna smithættu var starfs- mönnum Krónborgarkastalans stranglega bannað að fara í pesthús. Jón lét sér þó ekki segjast og fór ásamt tveimur félögum sínum að vitja eins starfsbróður þeirra sem hafði veikst. Þeir höfðu þó þann vara á að fara einungis inn í forstofuna á húsinu og spyrja húsráðanda hans hvernig honum liði. Treysta þeir síðan á að enginn hafi orðið var við ferðir þeirra. En Caspar, vaktmeistarinn, kemst á snoðir um ferðir þeirra og kallar Jón á sinn fund til að gera grein fyrir athæfi þeirra félaga. Jón svarar Caspari fullum hálsi og neitar því að hafa gengið inn í hús félaga síns. Caspar sakar Jón hins vegar um að hafa farið inn í hús hans og fengið sér þar að eta og drekka. Því segir Jón að hann ljúgi og biður hann að benda sér á vitni en því neitar Caspar. Jón gefur ekkert eftir og að lokum neyðist Caspar til að láta málið niður falla. Jón þykir hér sína mikla dirfsku eins og hann vitnar um sjálfur: Öllum þeim þar inni voru og hans lund þektu hnykti við, bæði við mína dirfsku og hans hóglyndi við mig, og enginn maður vogaði einu orði að ansa fram í okkar ræðu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.