Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 172
170
Gunnar Harðarson
aldar rit sem fjalla um íslenska bókmenntasögu, bæði dönsk og íslensk, sverja sig
einnig í ætt við lærdómssöguna: Idea historiœ litterariœ Danorum (Hamborg,
1723) eftir Albert Thura, Specimen Islandiœ Non-Barbarœ (1732-52)4 eftir Jón
Thorkillius, Idea historia literariæ Islandorum breviter delineata (1760) eftir N.R
Sibbern, sem Thorkillius átti mikinn hlut að, og Schiagraphia historia litteraria
Islandia (Kaupmannahöfn, 1777) eftir Hálfdan Einarsson. Lardóms saga (1780)
séra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka er að því leyti frábrugðin hinum, að hún
er skrifuð á íslensku og fjallar um alla menntasögu Vesturlanda frá upphafi fram
á miðja 18. öld, þar á meðal um Norðurlönd og Island.5 Om Nordens gamle
Digtekonst (1786) eftir Jón Ólafsson ber á hinn bóginn merki nýrra tíma, því að
þar er forn skáldskapur á þjóðtungu orðinn að sérstöku viðfangsefni. Hún fjallar
á skýran og skipulegan hátt um eðli og eiginleika fornnorræns skáldskapar, rekur
þróun hans frá hinu einfalda til hins flókna, gerir grein fyrir bragarháttum og
skáldamáli og ber hann saman við fornan skáldskap annarra germanskra þjóða.6
Af eldri ritunum stendur Schiagraphia Hálfdanar ef til vill einna næst nútímanum.
Hún tekur aðeins til skrifaðra verka, prentaðra sem óprentaðra, en fjallar ekki um
lærdómssögu óháð ritverkum.7 Hálfdan fylgir lærdómssöguhefðinni hins vegar í
því að hann skiptir bókmenntum í 6 flokka (málfræði, skáldskap, sagnaritun,
heimspeki, lög og guðfræði) og flokkunum eftir því sem ástæða er til í tvö tímabil
(fyrir og eftir siðbót). Ræðir hann fýrst almennt um efni hvers flokks og rekur
síðan einstök verk, hvort sem þau eru skrifúð á íslensku, latínu eða dönsku, og
höfunda þeirra. Leggur hann megináherslu á verkin, en sleppir að mestu ævisögu
höfunda, sem var oft uppistaðan í slíkum ritum. Þess í stað bendir hann lesendum
á Historia Ecclesiastica (Kaupmannahöfn, 1772-1778) eftir Finn Jónsson biskup.
Eru rit þeirra Finns og Hálfdanar að nokkru sambærileg: frá svipuðum tíma, á
latínu, og fjalla um lærdóms- og (bók)menntasögu Islendinga.
Aí Bókmentasögu Islendinga eftir Sveinbjörn Egilsson frá 1847 er greinilegt að
þær hugmyndir sem voru að ryðja sér til rúms í lok 18. aldar eru að festast í sessi.
Mennta- og lærdómssagan hefúr að miklu leyti þokað til hliðar, fjallað er um rit
nafngreindra höfúnda, einkum skáldskap (kvæði), en þó líka önnur rit, á þjóðtun-
gunni, gerð grein fyrir höfimdum og æviatriðum þeirra, verk þeirra talin upp og
Hávamál. P.H. Resen ’s Edition ofl665 Printedin Facsimile with introduction byAnthony Faulkes,
Reykjavík, 1977, bls. a, c2 og d[4].
4 Efniságrip og nokkur sýnishorn prentuð í Æfisaga Jóns Þorkelssonar, I, Reykjavík, 1910, bls.
367-381; sbr. Sigurður Pétursson, „Jón Þorkelssons flersprogede litterære virke med udgangs-
punkt i hans hovedværk, Specimen Islandiæ Non-Barbaræ“ í Latin og nationalsprog i Norden
efier Reformationen (Renœssancestudier, 5), Kaupmannahöfn, 1991, bls. 271-278. — Sigurður
hefur þýtt Specimen á íslensku og vinnur að útgáfu ritsins á vegum Árnastofnunar.
5 Rit Einars Bjarnasonar, Jóns frá Grunnavík og Þorsteins frá Staðarbakka eru óprentuð. — Um
rit Grunnavíkur-Jóns sjá Jón Helgason, Jón Ólafison frá Grunnavík (Safh Fraðafélagsins, 5),
Kaupmannahöfn, 1926, bls. 177-205.
6 Om Nordens gamle Digtekonst, dens Grundregler, Versarter, Sprog og Foredragsmaade. Et Priis-
skrift. Ved John Olafien. Paa det Kongelige Videnskabers Selskabs Bekostning, Kaupmannahöfn,
1786.
7 „. . . non omnes doctos, sed Auctores tantum & eorum opera . . .“ Schiagraphia, Præfatio, 2r.