Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 184

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 184
182 Sveinbjöm EgiLsson íngar, og í Snorraeddu í Skáldskaparmálum 15 vísuhelmíngar, og viðbót við þetta mætti finna í Fagrskinnu (Noregskonúngatali).1 5. Hallfreðr vandrœðaskálcb, hann orti 1) drápu um Hákon jarl Sigurðarson (Fms. 2,15), 2) drápu um ÓlafkonungTryggvason, 995 (Fms. 2, 50-1), 3) flokk um Sigvalda jarl (Fms. 2, 80), 4) drápu um Ólaf Skautkonung í Svíþjóð (Fms. 2, 212), 5) uppreistardrápa, 6) drápa um Ólaf konung Tryggvason, 1001 (Fms. 3, ^ Skv. innskotsblöðunum í Lbs 280 8vo kemur hér eftirfarandi kafli um Úlf Uggason og er hann að nokkru samhljóðaþví sem segir um Úlf í lok kaflans umfyrsta tímabilið „5. Úlfr Uggason. Hann kvað merkilegt lofkvæði um Ólaf pá í Hjarðarholti, föður Kjartans Ólafssonar; það kvæði var kallað Húsdrápa, og er ort á öndverðum dögum Hákonar jarls Sigurðarsonar, eitthvað 976-981. Um Ulf sjálfan vita menn lítið; hann hefir líklega fyrst búið fyrir vestan undir Jökli, því Landnáma segir, að hann hafi átt Járngerði Þórarinsdóttur Grím- kelssonar landnámsmanns, þess er nam land í Öndverðarnesi. Það er að sjá, að Úlfr hafi verið vaskr maðr og aðgætinn. Ár 987 sókti Ásgrímr Elliðagrímsson í Túngu Úlf Uggason á alþíngi um erfðamál eitthvert. Ásgrímr, sem annars var góðr lagamaðr, hafði búið þetta mál rángt til og hafði honum yfirsézt í vitnaleiðslunni í málinu, og það ætlaði Úlfr að nýta sér, til þess að ónýta málið í það sinn fyrir Ásgrími. Þá skoraði Gunnar á Hlíðarenda Úlf á hólm, hann var vinur Ásgríms og þókti Ásgrímr eiga á réttu máli að standa, en í þann tíma var það títt, að láta hólmgaungur skera úr málaferlum, ef ekki varð komizt fram með lögum. Úlfi þótti ekki ráðlegt að hætta sér á hólm við Gunnar og kaus heldur að greiða arfþann, erÁsgrímr kallaði til. Ár 998, þegar Þángbrandr prestr var hér að boða kristni, sendi Þorvaldr hinn veili í Grímsnesi orð Úlfi Uggasyni, að hann skyldi fara að Þángbrandi og drepa hann, og lét þessum boðum fylgja vísu sama innihalds, því Þorvaldr var skáld. Úlfr kvað aðra vísu í móti, og segir hann í þeirri vísu, að hann vilji ekki gína yfir flugu þeiri, er Þorvaldr vildi koma í munn honum, þ.e. að hann vildi ekki vera ginníngarfífl hans, og kvað ekki ráðlegt að veita Þángbrandi aðför, þó siður sá, er hann boðaði, væri rángr, og bað Þorvald varast, að honum vefðist ei túnga um höfuð; fór Úlfr hvergi, en spá hans rættist, því Þorvaldr gerði þeim Þángbrandi fyrirsát sama ár, og var drepinn. En frá tilefni til Húsdrápu segir Laxdælasaga þannig: Ólafr pái lét gera eldhús í Hjarðarholti, meira og betra, en menn þá höfðu séð; voru markaðar á ágætar sögur á þiljunum, og svo á ræfrinu; var það svo vel smíðað, að þá þókti miklu skrautlegra, er ekki voru tjöldin uppi. Þegar þessi eldaskáli var albúinn, var haldið mannboð allfjölment í Hjarðarholti; þar var að boði Úlfr Uggason, og hafði ort kvæði um Ólaf Pá og um sögur þær er skrifaðar voru á eldhúsinu og færði hann kvæðið þar að boðinu. Það kvæði var kallað Húsdrápa, og er vel ort, og launaði Ólafr vel kvæðið (sjá Laxd. Kh. 1826, bls. 112—4). Af þessu kvæði er í Snorraeddu tilfærð 1 heil vísa og 12 vísuhelmíngar; af því broti sést að í kvæðinu hefir verið lýst myndum þeim, er dregnar voru með litum (skrifaðar) á þiljum og ræfri eldaskálans. Þessar myndir hafa mest verið úr hinni fornu goðafræði, úr sögunum um Baldr og Þór og Heimdal. Til upphafs eða inngángs kvæðisins heyrir vísuhelmíngurinn í Snorraeddu bls. 53,4, og biðr hann þar Ólaf að hlýða kvæðinu, en niðurlag þess 96,4, drepur hann þar á, að hann hafi ort kvæði, þá hann hafi verið ýngri. Goðasögurnar eru 1) um bálför Baldrs. Edda segir bls. 54 3/4, Úlfr Uggason hefir kveðið eptir sögu Baldrs lángt skeið í Húsdrápu. í kvæðinu segir, að þessi goð ríði að báli Baldrs, Óðinn með valkyrjurnar og hrafnana, 50,8; 51,2, Heimdalr á hesti sínum (Gulltopp), 57,7, og Freyr á geltinum Gullin- bursta, 55,5; tröllkonan Hyrrokkin hrindir fram skipi Baldrs, Hrínghoma, ergoðin vildu brenna á lík Baldrs, en berserkir Óðins halda hesti hennar á meðan, 88,9. Urn bálför Baldrs sjá Snorraeddu 37—8. 2) um viðreign Þórs og Miðgarðsorms (sjá Snorraeddu 35-6). Nú var so gert á eldaskálanum, að Þór hvessir augun á orminn undir borði, 216,8, en ormrinn starir neðan og blæs eitri, 85,10 (97,8); Þór lýstr höfuð á Miðgarðsormi í kafi, en rekr hnefana við eyra jötninum, 54,9.10. 3) um Heimdal. Heimdalr deilir við Loka um Brísíngamen hjá Síngasteini, 56,1; og bls. 55 5/4 segir: Úlfr Uggason kvað í Húsdrápu lánga stund eptir þeirri frásögn, er þar þess getið, er þeir voru í selaltkjum. Þeirrar sögu er hvergi getið annarsstaðar í Eddu. Að þetta kvæði hafi verið Stefjadrápa, sést af 51,2; 54,10.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skáldskaparmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.