Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 184
182
Sveinbjöm EgiLsson
íngar, og í Snorraeddu í Skáldskaparmálum 15 vísuhelmíngar, og viðbót við þetta
mætti finna í Fagrskinnu (Noregskonúngatali).1
5. Hallfreðr vandrœðaskálcb, hann orti 1) drápu um Hákon jarl Sigurðarson
(Fms. 2,15), 2) drápu um ÓlafkonungTryggvason, 995 (Fms. 2, 50-1), 3) flokk
um Sigvalda jarl (Fms. 2, 80), 4) drápu um Ólaf Skautkonung í Svíþjóð (Fms. 2,
212), 5) uppreistardrápa, 6) drápa um Ólaf konung Tryggvason, 1001 (Fms. 3,
^ Skv. innskotsblöðunum í Lbs 280 8vo kemur hér eftirfarandi kafli um Úlf Uggason og er hann að
nokkru samhljóðaþví sem segir um Úlf í lok kaflans umfyrsta tímabilið
„5. Úlfr Uggason. Hann kvað merkilegt lofkvæði um Ólaf pá í Hjarðarholti, föður Kjartans
Ólafssonar; það kvæði var kallað Húsdrápa, og er ort á öndverðum dögum Hákonar jarls
Sigurðarsonar, eitthvað 976-981. Um Ulf sjálfan vita menn lítið; hann hefir líklega fyrst búið
fyrir vestan undir Jökli, því Landnáma segir, að hann hafi átt Járngerði Þórarinsdóttur Grím-
kelssonar landnámsmanns, þess er nam land í Öndverðarnesi. Það er að sjá, að Úlfr hafi verið
vaskr maðr og aðgætinn. Ár 987 sókti Ásgrímr Elliðagrímsson í Túngu Úlf Uggason á alþíngi
um erfðamál eitthvert. Ásgrímr, sem annars var góðr lagamaðr, hafði búið þetta mál rángt til og
hafði honum yfirsézt í vitnaleiðslunni í málinu, og það ætlaði Úlfr að nýta sér, til þess að ónýta
málið í það sinn fyrir Ásgrími. Þá skoraði Gunnar á Hlíðarenda Úlf á hólm, hann var vinur
Ásgríms og þókti Ásgrímr eiga á réttu máli að standa, en í þann tíma var það títt, að láta
hólmgaungur skera úr málaferlum, ef ekki varð komizt fram með lögum. Úlfi þótti ekki ráðlegt
að hætta sér á hólm við Gunnar og kaus heldur að greiða arfþann, erÁsgrímr kallaði til. Ár 998,
þegar Þángbrandr prestr var hér að boða kristni, sendi Þorvaldr hinn veili í Grímsnesi orð Úlfi
Uggasyni, að hann skyldi fara að Þángbrandi og drepa hann, og lét þessum boðum fylgja vísu
sama innihalds, því Þorvaldr var skáld. Úlfr kvað aðra vísu í móti, og segir hann í þeirri vísu, að
hann vilji ekki gína yfir flugu þeiri, er Þorvaldr vildi koma í munn honum, þ.e. að hann vildi
ekki vera ginníngarfífl hans, og kvað ekki ráðlegt að veita Þángbrandi aðför, þó siður sá, er hann
boðaði, væri rángr, og bað Þorvald varast, að honum vefðist ei túnga um höfuð; fór Úlfr hvergi,
en spá hans rættist, því Þorvaldr gerði þeim Þángbrandi fyrirsát sama ár, og var drepinn.
En frá tilefni til Húsdrápu segir Laxdælasaga þannig: Ólafr pái lét gera eldhús í Hjarðarholti,
meira og betra, en menn þá höfðu séð; voru markaðar á ágætar sögur á þiljunum, og svo á ræfrinu;
var það svo vel smíðað, að þá þókti miklu skrautlegra, er ekki voru tjöldin uppi. Þegar þessi
eldaskáli var albúinn, var haldið mannboð allfjölment í Hjarðarholti; þar var að boði Úlfr
Uggason, og hafði ort kvæði um Ólaf Pá og um sögur þær er skrifaðar voru á eldhúsinu og færði
hann kvæðið þar að boðinu. Það kvæði var kallað Húsdrápa, og er vel ort, og launaði Ólafr vel
kvæðið (sjá Laxd. Kh. 1826, bls. 112—4). Af þessu kvæði er í Snorraeddu tilfærð 1 heil vísa og
12 vísuhelmíngar; af því broti sést að í kvæðinu hefir verið lýst myndum þeim, er dregnar voru
með litum (skrifaðar) á þiljum og ræfri eldaskálans. Þessar myndir hafa mest verið úr hinni fornu
goðafræði, úr sögunum um Baldr og Þór og Heimdal. Til upphafs eða inngángs kvæðisins heyrir
vísuhelmíngurinn í Snorraeddu bls. 53,4, og biðr hann þar Ólaf að hlýða kvæðinu, en niðurlag
þess 96,4, drepur hann þar á, að hann hafi ort kvæði, þá hann hafi verið ýngri. Goðasögurnar
eru
1) um bálför Baldrs. Edda segir bls. 54 3/4, Úlfr Uggason hefir kveðið eptir sögu Baldrs lángt
skeið í Húsdrápu. í kvæðinu segir, að þessi goð ríði að báli Baldrs, Óðinn með valkyrjurnar og
hrafnana, 50,8; 51,2, Heimdalr á hesti sínum (Gulltopp), 57,7, og Freyr á geltinum Gullin-
bursta, 55,5; tröllkonan Hyrrokkin hrindir fram skipi Baldrs, Hrínghoma, ergoðin vildu brenna
á lík Baldrs, en berserkir Óðins halda hesti hennar á meðan, 88,9. Urn bálför Baldrs sjá
Snorraeddu 37—8.
2) um viðreign Þórs og Miðgarðsorms (sjá Snorraeddu 35-6). Nú var so gert á eldaskálanum,
að Þór hvessir augun á orminn undir borði, 216,8, en ormrinn starir neðan og blæs eitri, 85,10
(97,8); Þór lýstr höfuð á Miðgarðsormi í kafi, en rekr hnefana við eyra jötninum, 54,9.10.
3) um Heimdal. Heimdalr deilir við Loka um Brísíngamen hjá Síngasteini, 56,1; og bls. 55
5/4 segir: Úlfr Uggason kvað í Húsdrápu lánga stund eptir þeirri frásögn, er þar þess getið, er
þeir voru í selaltkjum. Þeirrar sögu er hvergi getið annarsstaðar í Eddu. Að þetta kvæði hafi verið
Stefjadrápa, sést af 51,2; 54,10.