Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 13
SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR
13
gerðar á framgang mála í álfunni. Ný-raunsæið sem mótaði ítalska kvik-
myndagerð um miðja tuttugustu öld beindi sjónum að hversdagsaðstæð-
um fólks í landi sem var í sárum og tókst á við afleiðingar stríðsátaka. Efni
var tekið upp á götum úti þar sem óbreyttir borgarar gegndu mikilvægum
hlutverkum og útkoman varð eins konar heimildamynd þar sem ófegraður
raunveruleikinn blasti við. Um svipað leyti spratt upp svokölluð nýbylgja
sem André Bazin hélt á lofti í franskri kvikmyndagerð og í framhaldi af
tilraunum hans og fjölmargra annarra franskra kvikmyndagerðarmanna
var farið að tala um svokallaðar leikstjóramyndir, þ.e. myndir þar sem
handbragð og verklag tiltekinna kvikmyndaleikstjóra varð að auðþekkj-
anlegu vörumerki. Verk þeirra lögðu smám saman til enn fleiri fyrirmynd-
ir og uppskriftir sem yngri leikstjórar gátu annaðhvort fylgt eða sett sig
upp á móti. Um 1950–1960 höfðu bæði ítalska ný-raun sæið og franska
nýbylgjan haft afgerandi áhrif á kvikmyndagerð í Róm önsku Ameríku og
við upphaf sjötta áratugarins er talið að hún hafi staðið á ákveðnum tíma-
mótum; þá fór að bera á sérstæðum og afgerandi áherslum í kvikmyndum
sem frá álfunni bárust.
Spegilmyndir og speglar
Deila má um hvort þessar áherslur og tiltekni tónn í suður-amerískri
kvikmyndagerð hefðu orðið að veruleika ef nýtt pólitískt tungutak hefði
ekki verið í mótun á sama tíma, þ.e. ef ekki hefðu komið til nýir pólitískir
straumar sem ruddu sér til rúms í álfunni. Til varð nýr tjáningarmáti og
nýjar túlkunaraðferðir í allri listsköpun og kvikmyndin var þar engin
undantekning. Í kjölfar kúbversku byltingarinnar árið 1959 var veruleik-
inn skoðaður úr annarri átt og allur samanburður breyttist. Í kjölfar henn-
ar lagði Che Guevara til að litið yrði á marxisma sem pólitíska heimspeki
sem byggði á húmanisma og „ást eða umhyggju fyrir manninum, mann-
kyninu og viljanum til að berjast gegn örbirgð alþýðunnar, gegn fátækt,
óréttlæti, þjáningu og arðráni“.14 Régis Debray færði rök fyrir því á sjö-
unda áratugnum að kúbverska byltingin væri í raun „bylting í bylting-
unni“,15 og Robert Young útskýrir hana við upphaf nýrrar aldar sem
14 Ernesto Che Guevara, Che Guevara and the Cuban Revolution: Writings and Speeches
of Ernesto Che Guevara, ritstj. David Deutschman, Sidney: Pathfinder, 1987, bls.
194.
15 Régis Debray, Revolution in the Revolution? Armed Struggle and Political Struggle
in Latin America, þýðing Bobbye Ortiz, New York: Monthly Review Press, 1967,
bls. 44.