Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 15
SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR
15
kvikmyndahúsum stórborga álfunnar, heldur í þeim minni og lítt þekktari.
Þetta varð því miður víða til þess að þær voru gjarnan álitnar annars
flokks, eða ekki sambærilegar við evrópskar eða bandarískar myndir sem
sýndar voru í bestu sölunum, á besta tíma dagsins og um helgar.
Sjötti áratugurinn í Rómönsku Ameríku, eins og víðast hvar annars
staðar, mótaðist af þjóðfélagsátökum og áherslubreytingum. Hann snerist
um það sem kallað hefur verið menningarlegur samruni (e. cultural trans-
fusion) og vísar í tilfelli álfunnar til hugmyndafræðilegra átaka um stjórn-
arhætti og þjóðfélagsskipulag. Argentínski kvikmyndagerðarmaðurinn
Fern ando Birri hélt á þessum árum til náms við Miðstöð í tilraunakenndri
kvik myndagerð í Róm. Á sama tíma dvaldi Brasilíumaðurinn Glauber
Rocha í Frakklandi og starfaði með þarlendum kvikmyndagerðarmönn-
um. Báðir drukku í sig strauma nýbylgjunnar og nýraunsæisstefnunnar og
höfðu í kjölfarið mikil áhrif á efnistök og áherslur kvikmyndagerðar í
heimalöndum sínum. Rocha er í dag álitinn upphafsmaður hinnar svoköll-
uðu brasilísku cinema novo-hreyfingar. Bæði Birri og Rocha skrifuðu fjölda
pistla og greina um hugmyndir sínar og tóku virkan þátt í alþjóðlegu sam-
starfi á sviði kvikmyndagerðar. Þeir áttu þess til dæmis kost að dvelja um
tíma við Kúbversku kvikmyndaakademíuna og stuðla þannig að enn frek-
ari umræðu um hvað væri hugsanlega einkennandi fyrir heimsálfuna og
hvernig mætti koma því á framfæri í kvikmyndum, jafnt innan álfunnar
sem utan.
Þegar litið er til baka virðist einsýnt að hinar mörgu og mismunandi
kvikmyndahátíðir sem haldnar voru víða um álfuna á sjötta og sjöunda
áratugnum höfðu einnig djúpstæð áhrif á það að kvikmyndir sem fram-
leiddar voru í Rómönsku Ameríku hættu að endurspegla það sem að utan
kom og fóru að verða einskonar þjóðar- og álfuspeglar. Á kvikmynda-
hátíðinni Viña del Mar, sem haldin var í Valparaiso í Chile árið 1967,
komu þekktustu og róttækustu menntamenn álfunnar saman, kynntu sig
og verk sín og tókust á um forgangsröðun og áherslur, menningar- og
stjórnmál.19 Hávaðasamt var á hátíðinni og svo varð einnig á þeirri sem
haldin var í Mérida í Venesúela árið eftir. Þangað komu enn fleiri, margir
af forvitni, en aðrir til að vega og meta mikilvægi kvikmyndaiðnaðarins og
skilgreina hvort og hvernig Rómanska Ameríka skæri sig úr. Argentínsku
kvikmyndagerðarmennirnir Fernardo E. Solanas og Octavio Getino tóku
19 Kvikmyndahátíðin í Viña del Mar var fyrst haldin árið 1963. Sjá nánar http://
www.festivalcinemadelmar.cl.