Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 17
SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR
17
ákveður að verða eftir á Kúbu þegar fjölskyldan flytur til Bandaríkjanna
eftir byltingu. Hann hefur lifað í velsæld í aðdraganda átakanna og finnur
til takmarkaðrar samkenndar með hugmyndum byltingarinnar. En hann
er Kúbverji, Kúba er hans föðurland og þar ætlar hann að lifa lífi sínu.
Smám saman verður hann viðskila við umhverfi sitt og fylgist með framrás
sögunnar í gegnum kíki út um gluggann á íbúð sinni. Nær samtímis fram-
leiddi Humberto Solás myndina Lúsía (Lucía, 1968) sem tók tæpa sex
klukkutíma í sýningu. Hún segir 200 ára þjáningasögu alþýðufólks á Kúbu
með sérstakri áherslu á sögu kvenna. Ástir þeirra og örlög eru samofin
efnahags- og stjórnmálaþróun hvers tíma og þátttaka þeirra og afskipti
gerð mikilvæg. Myndir sem þessar stuðluðu að því að til varð nýtt bylting-
arkennt tungumál sem snerist gegn Hollywood og sótti fyrirmyndir í
frönsku nýbylgjuna og ítalska raunsæið. Kvikmyndirnar sem mesta athygli
vöktu á þessum árum voru þær sem fjölluðu beint og óbeint um þjóð-
félagsátök og mátti skilja sem ádeilumyndir. Þær fylgdu ákveðinni hug-
myndafræði og pólitískt hlutverk þeirra var óumdeilanlegt.
Argentínski kvikmyndagerðarmaðurinn Fernando Birri gerir í grein
sinni „Kvikmyndir og vanþróun“ tilraun til að skilgreina í hverju sérstæð-
ið er fólgið. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að vanþróun sé óaðskiljan-
legur hluti menningarsögu Rómönsku Ameríku. Hann ítrekar að hún eigi
rætur að rekja til nýlendutímans og nýlendustefnunnar og að kvikmyndir
álfunnar fjalli um þetta inngróna fyrirkomulag sem „endurspeglar falska
ímynd samfélagsins og fólksins“.23 Birri fjallaði um kvikmyndina sem
sjálfstætt tungumál og kallaði eftir nýrri tegund heimildamynda þar sem
þessum nýlenduviðmiðum væri snúið við. Hann krafðist þess að kvik-
myndir sýndu „stöðu mála eins og hún í raun og veru væri, en ekki eins og
við vildum að hún væri (eða eins og aðrir, í góðri trú eður ei, óskuðu að við
vildum að hún væri)“.24 Brasil íski kvikmyndagerðarmaðurinn Glauber
Rocha gerir svipaðar tilraunir. Jafnframt gerir hann svokallaða heim-
spekilega vannæringu og getuleysi álfunnar að umræðuefni í grein sinni
„Fagur fræði hungurs“, þar sem hann bendir á eftirfarandi:
Það er vegna þessa sem hungur í Rómönsku Ameríku vísar ekki
eingöngu til uggvænlegra einkenna tiltekins ástands. Í því felst
23 Fernando Birri, „Cinema and Underdevelopment“, Twenty-Five Years of the New
Latin American Cinema, ritstj. Michael Chanan, London: BFI Publishing, 1983,
bls. 12.
24 Sama stað.