Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 20
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
20
Þriðja kvikmyndin spratt úr tilteknum sögulegum aðstæðum,
það er hinum byltingarkennda baráttuanda sjötta og sjöunda
áratugarins. Hún varð mælistika sem aðrar myndir voru
dæmdar eftir og skilgreining á því hvað kvikmyndir Rómönsku
Ameríku áttu að standa fyrir. Jafnvel þótt 99% mynda frá álf-
unni fylgdu ekki þessum fyrirmyndum þá virtist það ekki skipta
neinu máli.33
En stjórnmál og pólitísk átök réðu ekki lífi allra og fólk um alla
Rómönsku Ameríku fór víða í kvikmyndahús fyrst og fremst til að sjá nýj-
ustu Hollywood-stórmyndirnar. Það var í rauninni lítill minnihluti sem
sótti kvikmyndahátíðir eða lagði lykkju á leið sína til að sjá myndir frá
öðrum löndum álfunnar, ef og þegar þær voru til sýninga. Argentínski
fræðimaðurinn og prófessorinn Beatriz Sarlo útskýrir í grein sinni
„Vegamót gildismats í menningar- og bókmenntarýni“ hvernig tilteknar
væntingar um efnistök og stílbrögð kvikmynda frá Rómönsku Ameríku
festust smám saman í sessi:
Í hvert sinn sem ég hef tekið sæti í alþjóðlegum dómnefnd-
um, með kollegum frá Evrópu og Bandaríkjunum, höfum við
átt í erfiðleikum með að finna ásættanleg viðmið til að meta
verkin. Dómarar sem ekki eru frá Rómönsku Ameríku líta
gjarnan á myndefni þaðan frá samfélagslegu sjónarhorni og
meta það samkvæmt pólitísku og félagslegu ágæti þeirra. Þeir
horfa framhjá öðrum efnum. […] Þessir dómarar litu á sig sem
fræðimenn á sviði menningarsögu en ég taldi mig listgagnrýn-
anda.34
Sarlo nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings, m.a. um ungan
argentínskan kvikmyndaleikstjóra sem varð fyrir svipaðri reynslu á kvik-
myndahátíð í Evrópu nokkrum árum fyrr: „Hann sýndi mynd sem var
sérlega fáguð útfærsla á smásögu eftir argentínska rithöfundinn Julio
Cortázar. Gagnrýnendur hátíðarinnar brugðust við með því að benda
honum á að svona myndir væru á yfirráðasvæði Evrópumanna og að þeir
33 John King, Magical Reels, bls. 143–144.
34 Beatriz Sarlo, „Cultural Studies Literary Criticism at the Cross-Roads of Values“,
Contemporary Latin American Cultural Studies, ritstj. Stephen Hart og Richard
Young, London: Arnold, 2003, bls. 24–36, hér bls. 33.