Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 21
SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR
21
hefðu átt von á pólitískara efni frá Rómönsku Ameríku“.35 Af orðum
hennar má því ráða að þar til fyrir skömmu var þess vænst að kvikmyndir
frá Rómönsku Ameríku hefðu áberandi samfélags- og stjórnmálalega skír-
skotun, frekar en listræna. En þrátt fyrir það má merkja breytingu á þess-
um fyrirvörum um 1980 þegar ungir kvikmyndagerðarmenn taka að segja
sögur sínar á persónulegri nótum og fjalla um tilteknar aðstæður og ástand
með því að beina sjónum að einkalífi fólks, staðbundnum aðstæðum og
með því að byggja efnistök á einstaklingsbundinni reynslu. Og þegar
myndir eins og Camila eftir argentínska leikstjórann Maríu Luísu Bember
var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 1984, og
mynd Luis Puezo, Opinbera útgáfan (La historia oficial), einnig frá Argen-
tínu, var tilnefnd árið eftir, var brotið blað í kvikmyndasögu álfunnar.36 Í
báðum myndum er kastljósinu beint að lífi og aðstæðum kvenna þar sem
feðraveldið, með kaþólsku kirkjuna í broddi fylkingar í fyrra tilfellinu og
herforingjastjórn áttunda áratugarins í því síðara, gerir það að verkum að
konur yfirstéttarinnar búa við sömu ógn og kúgun og alþýðu- og bænda-
konur. Í kjölfar vinsælda þessara mynda beindust augu umheimsins að
kvikmyndagerð álfunnar með endurnýjaðri forvitni og vaxandi vænting-
um.
Allt frá þessum tímamótum hafa áherslur kvikmyndagerðarmanna um
álfuna þvera og endilanga snúist um það að beina sjónum að atburðum og
aðstæðum sem þeir sjálfir gátu samsamað sig með eða höfðu beina reynslu
af. Í verkum þeirra er tilteknu nærumhverfi gefið líf á skjánum og það
staðbundna og þjóðlega gert alþjóðlegt með tilvísun í sameiginlega mann-
lega reynslu, tilfinningar og skynjun. Fræðileg álitamál sem sneru að
sjálfsmyndum þjóða eða þjóðfélagshópa og vangaveltur um staðalmyndir
og ímyndarsköpun varð sérstakt áhugamál nýrrar kynslóðar kvikmynda-
gerðarmanna sem braust úr viðjum byltingarmynda sjöunda áratugarins.
Árangurinn lét ekki á sér standa. Kvikmyndir frá hinum mörgu og ólíku
löndum álfunnar hafa síendurtekið vakið athygli fyrir að beina sjónum að
umhverfi og aðstæðum sem vekja forvitni og áhuga. Fyrst vegna verðlauna
sem þessar myndir fengu á kvikmyndahátíðum víða um heim, síðan þegar
framleiðendur annars staðar í veröldinni sáu mögulegan ávinning og
tækifæri fólgin í fjárhagslegri þátttöku. Ennfremur réði miklu að fjöldi
35 Sama stað.
36 Um argentínska kvikmyndagerð sjá t.d. www.museodelcine.gov.ar og umfjöllun
Johns King, Magical Reels, bls. 79–97.