Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 22

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 22
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR 22 heimamenntaðra kvikmyndaleikstjóra, leikara, tæknifólks og annarra vakti athygli á alþjóðavísu. Undir lok tuttugustu aldar var í auknum mæli leitað til álfunnar eftir samstarfsaðilum til kvikmyndagerðar og samræðurnar sem komu í kjölfarið juku enn á fjölbreytni og fjölþjóðleg samvinnuverk- efni. Spegilmyndir samtímans Það sem kalla má samtímann í kvikmyndagerð Rómönsku Ameríku, þ.e. tímabilið frá 1990 til dagsins í dag, hefur verið kallað fjölþjóðavæðing sýn- ingartjaldsins vegna æ meiri alþjóðlegrar samvinnu, vaxandi einkavæðing- ar kvikmyndaiðnaðarins og æ minni stuðnings opinberra aðila við kvik- myndaframleiðslu – sérstaklega hvað fjármögnun varðar.37 Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að hún hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ef horft er suður eftir álfunni og sjónum beint að Brasilíu hefur verið um ákveðið blómaskeið að ræða.38 Frumsýning myndarinnar Pixote árið 1981 markaði ákveðin vatnaskil. Myndin segir frá lífi götubarna, aðallega drengja, í stórborginni Ríó de Janeiro. Tækni ítalska raunsæisstílsins er beitt og flestir leikararnir eru drengir sem hafa sjálfir alist upp á götunni. Aðbúnaður piltanna og aðstæður eru sýndar eins og þær eru í raun og veru. Líf þeirra snýst um það eitt að komast af frá degi til dags, gjarnan með hnupli og sniffi. Árangurslaus leit þeirra eftir athygli og umhyggju skapar bakgrunn sem lætur fáa ósnortna. Myndin vakti strax mikla athygli og beindi sjónum að veruleika sem flestir gerðu sitt besta til að líta framhjá – heima fyrir sem og annars staðar. Þó nokkru seinna komu fram á sjón- arsviðið myndir eins og Aðalstöðin (Central do Brasil, 1998) þar sem fjallað er um aðstæður farandverkafólks í norðurhluta landsins og myndin Borg guðs (Ciudade de Deus, 2002) þar sem sögur íbúa eins illræmdasta fátækra- hverfis í nágrenni Ríó eru sagðar. Báðar myndir leggja áherslu á uppeld- isaðstæður barna og neikvæð áhrif þess að búa við viðvarandi óöryggi, ofbeldi og örbirgð í æsku. Rétt eins og myndin um uppreisnina í Carandiru-fangelsinu í São Paulo, frá árinu 2003, eftir leikstjóra Pixote Hector Babenco, segja þessar myndir sögur einstaklinga sem verða að eins- konar fulltrúum tiltekinna þjóðfélagshópa. Myndirnar vísa til sammann- 37 Stephen M. Hart kallar þetta „de-nationalization of the screen“, í A Companion to Latin American Film, bls. 127. 38 Samkvæmt upplýsingum á www.cinemabrasil.org.br voru tæplega 30 myndir fram- leiddar í Brasilíu árið 2008.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.