Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 24

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 24
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR 24 þess þurfti ekki að bíða lengi.40 Nægir þar að nefna þann fjölda mynda sem ratað hafa í kvikmyndahús víða um heim á undanförnum árum og meðal annars borist hingað til lands. Mexíkóskar kvikmyndir eins og Hundaástir (Amores perros, 2000), sem fléttar haglega saman sögum þriggja karla sem allir lifa og hrærast í stór- borgarsamfélagi Mexíkóborgar, hafa víða vakið athygli. Í myndinni kemur mismunandi stéttarstaða eða aldurs- og menningarmunur ekki í veg fyrir það að örlög sögupersónanna samtvinnist. Undir háværri mexíkóskri rokktónlist, á fjölförnum gatnamótum, mætast á sekúndubroti ólíkir menningarheimar og fjölmenning stórborgarsamfélagsins hellist yfir áhorfandann þegar umferðarslys verður. Persónusögur aðalpersónanna verða spegilmyndir ólíkra skúmaskota sem saman mynda heilstæða ásýnd borgarsamfélagsins þar sem enginn virðist passa inn í það hlutverk sem honum er ætlað eða hann hefur valið sér. Að sama skapi gerir myndin Og mamma þín líka (Y tu mamá también, 2001) ólíka menningarafkima að umfjöllunarefni. Á ferðalagi frá stórborginni til eins konar fyrirheitins lands úti við ströndina uppgötva ungir ferðalangar ólík viðhorf sín og gildi. Draumana getur enginn tekið frá þeim en veruleikinn ætlar þeim tiltekinn stað sem þau velja ekki sjálf. Rétt eins og í myndunum Glæpur föður Amaro (El crimen de Padre Amaro, 2002) og Sársauki ástarinnar (Amar te duele, 2002) er tekist á við stöðu kynjanna í öllum þessum myndum. Ádeila á hefðir og venjur feðraveldisins birtist með framsetningu upp- reisnargjarnra kvenna sem fylgja löngunum sínum og þrám en láta lífið fyrir. Mexíkóskt samfélag eins og ungir karlleikstjórar túlka það er, við lok tuttugustu aldar, enn ekki tilbúið til að takast á við jafn umfangsmiklar breytingar og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Myndin Hrifsaðu frá mér lífið (Arráncame la vida, 2008), sem byggð er á samnefndri skáldsögu Ángeles Mastretta, tekur að einhverju leyti upp þráðinn frá Kryddlegnum hjörtum en gengur ögn lengra. Í myndinni eru konur að segja sögur kvenna og eygja aðra möguleika en þá sem blasa við körlunum. Þessar myndir, rétt eins og myndin Af mínu blóði (Sangre de mi sangre, 2007), sem tekst á við goðsögnina um draumalandið í norðri, færa sönnur fyrir því að mexíkósk- ar kvikmyndir er ekki lengur hægt að afgreiða sem sveitalegar þriðja- 40 Ekki verður framhjá því litið að um leið og tæknileg gæði myndanna náðu full - komnun og val umfjöllunarefna sem höfðu almenna og alþjóðlega skírskotun urðu meira áberandi óx einnig áhugi fjármögnunaraðila erlendis. Flestar þeirra mynda sem framleiddar hafa verið á undanförnum tuttugu árum flokkast undir það sem kallað er „co-productions“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.