Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 25
SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR
25
heimsmyndir eða áhugaverðar frumraunir, því þær standast fagurfræðileg-
an, efnislegan og tæknilegan samanburð við kvikmyndaframleiðslu hvar
sem er annars staðar.41 Mexíkóska kvikmyndin, rétt eins og sú brasilíska,
gerist í samtímanum og fjallar gjarnan um dýrsleg viðbrögð mannsins ef
og þegar honum er ógnað. Áberandi er þó hvernig kvikmyndagerð síðustu
ára fléttar heimspekilegum vangaveltum um tilgang lífsins saman við átök
og ofbeldi af ýmsum toga. Lífshlaup einstaklings verður að eins konar
ferðalagi sem mótast af endurmati á gildum og aðstæðum. Karlremba og
ástleysi óháð efnum og aðstæðum verður að öfgafullu ofbeldi í myndinni
Hunda ástum, en tilfinninga leg átök og samskipti kynjanna bætast við í
myndum eins og Og mamma þín líka og Glæpur föður Amaro. Í öllum
myndunum er fjallað um staðbundinn sérstæðan veruleika um leið og
sammannleg reynsla og skírskotun veldur því að með góðum þýðingum
hafa þær notið mikilla vinsælda víða um heim.
Þegar áherslur sjötta og sjöunda áratugarins eru hafðar í huga virðist
ljóst að eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni. Í þessum nýrri myndum
blasa fátækt, óréttlæti og spilling við í annarri hverri senu. Valdabarátta og
átök verða eins konar eðlilegt framhald þessara aðstæðna, og um leið og
áhorfendur þekkja sjálfa sig í efnistökunum, endurspegla þær aðstæður
þar sem tiltekið raunsæi ræður frásagnarmáta og framsetningu. Á vissan
hátt má halda því fram að kvikmyndagerð Rómönsku Ameríku sé enn að
takast á við það að vera eða vera ekki flokkuð á viðmiðunarskala Holly-
wood-mynda – en hluti þess er hetjuímynd kvikmyndaleikarans. Og á
þeim skala má sjá að kvikmyndaiðnaður álfunnar hefur á síðustu árum
haldið á lofti fjölda eftirtektarverðra leikara. Mexíkóska leikaranum Gael
García Bernal hefur skotið upp á stjörnuhimininn og hefur hann á undan-
förnum árum orðið eins konar fulltrúi – ekki einungis Mexíkó heldur álf-
unnar allrar.42 Hann hefur meðal annars haft með höndum aðalhlutverk
myndanna sem fjallað var um hér á undan: Hundaástir, Og móðir þín líka
og Glæpur föður Amaro, auk þess sem hann lék við ómældar vinsældir hlut-
verk Che Guevara í myndinni Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de motocic-
41 Stephen M. Hart, A Companion to Latin American Film, bls. 13. Tæplega 50
myndir voru framleiddar í Mexíkó á árinu 2008 og hlutu 37 þeirra styrki úr
opinberum sjóðum.
42 Gael García Bernal kom fyrst til Íslands árið 2005 þegar hann var sérstakur gest -
ur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hann var tilnefndur til Grímu-
verðlauna árið 2008 sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Kom-
múnunni.