Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 26
26
leta, 2004) í leikstjórn Walters Salles sem segir frá ferðalagi unglæknisins
Ernesto eftir endi langri Rómönsku Ameríku um miðja tuttugustu öldina.
Þessi nýja stjörnumenning kvikmyndaiðnaðar Rómönsku Ameríku hefur
orðið hluti af markaðssetningu hans, en býður heim hættunni á því að ráð-
andi ímynd álfunnar verði einfölduð um of og því óraunveruleg. Þeim fjöl-
skrúðuga veruleika menninga, uppruna, þjóðarbrota, samfélagssögu og
þróunar sem þar er að finna verður seint varpað á eitt og sama tjaldið.43
Frumbyggjar álfunnar, afkomendur þræla, konur og börn eru því miður
enn þann dag í dag ógjarnan í leiðandi hlutverkum eða eiginlegt umfjöll-
unarefni myndanna.44 Sé réttlætis gætt verður þó að gangast við því að
þegar þessir þjóðfélagshópar birtast á skjánum, gjarnan baksviðs, er það
ósjaldan til staðfestingar á vel þekktum staðalmyndum. Mexíkósku mynd-
irnar sem fjallað hefur verið um hér falla flestar í þessa gryfju og það gera
þær brasilísku einnig. Örfáar undantekningar hafa komið frá Argentínu að
undanförnu og nefna má chilesku myndina Machuca (2002) sem athyglis-
verða undantekningu. Þar er saga Chile í aðdraganda valdaráns Pinochet
sögð frá sjónarhóli tveggja 12 ára drengja. Annar er af indíánakyni og býr í
illræmdasta fátækrahverfi Santiagoborgar en hinn af evrópskum uppruna
og alinn upp í hverfi yfirstéttarinnar. Leiðir þeirra liggja saman í einka-
reknum kaþólskum drengjaskóla þegar skólastjórinn, í óþökk foreldra,
ákveður að bjóða nokkrum drengjum úr fátækrahverfi nágrennisins skóla-
vist. Þegar þeir uppgötva ólíkar aðstæður hvors annars er saga landsins á
umbrotatímum sjöunda áratugarins sögð frá ólíku sjónarhorni drengjanna
og fjölskyldna þeirra.
Þegar öllu er á botninn hvolft hefur kvikmyndagerðarmönnum sam-
tímans tekist að beina kastljósi umheimsins að sjálfum sér og stuðla að því
að kvikmyndir álfunnar eru álitnar mikilvægur samfélagsspegill. Samkvæmt
kenningum þeirra var kvikmyndin allt í senn verkfæri, miðill og tjáningar-
máti, um leið og hún er óumdeilt listform sem fjallað er um á slúðursíðum
glamúrblaða og í akademískum fræðiritum á alþjóðavísu.45 Þegar horft er
til efnistaka þeirra er athyglisvert að velta fyrir sér hvort þeir hafna eða
43 Vakin er athygli á grein höfundar „Kvenlegar ásýndir Rómönsku Ameríku“ sem
birtist í Ritinu 2/2005, bls. 63–80.
44 Rétt er þó að nefna leiknar myndir bólivíska kvikmyndagerðarmannsins Jorge
Sanjinés, þar sem lífi og aðstæðum frumbyggja heimalandsins er ítrekað gerð
skil. Ennfremur framlag félaga í samtökum þeldökkra kvikmyndagerðarmanna
í Brasilíu, Cinema Negro, að ógleymdum þeim fjölda heimildamynda sem fram-
leiddar hafa verið í flestum löndum álfunnar frá því um og eftir 1970.
45 Sjá t.d. ítarlega umfjöllun um best þekktu myndir álfunnar frá níunda áratugnum í
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR