Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 26

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 26
26 leta, 2004) í leikstjórn Walters Salles sem segir frá ferðalagi unglæknisins Ernesto eftir endi langri Rómönsku Ameríku um miðja tuttugustu öldina. Þessi nýja stjörnumenning kvikmyndaiðnaðar Rómönsku Ameríku hefur orðið hluti af markaðssetningu hans, en býður heim hættunni á því að ráð- andi ímynd álfunnar verði einfölduð um of og því óraunveruleg. Þeim fjöl- skrúðuga veruleika menninga, uppruna, þjóðarbrota, samfélagssögu og þróunar sem þar er að finna verður seint varpað á eitt og sama tjaldið.43 Frumbyggjar álfunnar, afkomendur þræla, konur og börn eru því miður enn þann dag í dag ógjarnan í leiðandi hlutverkum eða eiginlegt umfjöll- unarefni myndanna.44 Sé réttlætis gætt verður þó að gangast við því að þegar þessir þjóðfélagshópar birtast á skjánum, gjarnan baksviðs, er það ósjaldan til staðfestingar á vel þekktum staðalmyndum. Mexíkósku mynd- irnar sem fjallað hefur verið um hér falla flestar í þessa gryfju og það gera þær brasilísku einnig. Örfáar undantekningar hafa komið frá Argentínu að undanförnu og nefna má chilesku myndina Machuca (2002) sem athyglis- verða undantekningu. Þar er saga Chile í aðdraganda valdaráns Pinochet sögð frá sjónarhóli tveggja 12 ára drengja. Annar er af indíánakyni og býr í illræmdasta fátækrahverfi Santiagoborgar en hinn af evrópskum uppruna og alinn upp í hverfi yfirstéttarinnar. Leiðir þeirra liggja saman í einka- reknum kaþólskum drengjaskóla þegar skólastjórinn, í óþökk foreldra, ákveður að bjóða nokkrum drengjum úr fátækrahverfi nágrennisins skóla- vist. Þegar þeir uppgötva ólíkar aðstæður hvors annars er saga landsins á umbrotatímum sjöunda áratugarins sögð frá ólíku sjónarhorni drengjanna og fjölskyldna þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur kvikmyndagerðarmönnum sam- tímans tekist að beina kastljósi umheimsins að sjálfum sér og stuðla að því að kvikmyndir álfunnar eru álitnar mikilvægur samfélagsspegill. Samkvæmt kenningum þeirra var kvikmyndin allt í senn verkfæri, miðill og tjáningar- máti, um leið og hún er óumdeilt listform sem fjallað er um á slúðursíðum glamúrblaða og í akademískum fræðiritum á alþjóðavísu.45 Þegar horft er til efnistaka þeirra er athyglisvert að velta fyrir sér hvort þeir hafna eða 43 Vakin er athygli á grein höfundar „Kvenlegar ásýndir Rómönsku Ameríku“ sem birtist í Ritinu 2/2005, bls. 63–80. 44 Rétt er þó að nefna leiknar myndir bólivíska kvikmyndagerðarmannsins Jorge Sanjinés, þar sem lífi og aðstæðum frumbyggja heimalandsins er ítrekað gerð skil. Ennfremur framlag félaga í samtökum þeldökkra kvikmyndagerðarmanna í Brasilíu, Cinema Negro, að ógleymdum þeim fjölda heimildamynda sem fram- leiddar hafa verið í flestum löndum álfunnar frá því um og eftir 1970. 45 Sjá t.d. ítarlega umfjöllun um best þekktu myndir álfunnar frá níunda áratugnum í HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.