Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 28
28
Eins og bent hefur verið á í umfjölluninni hér að framan um kvikmyndir
frá Mexíkó og Brasilíu eru aðalpersónur myndanna, sögupersónur þessara
stórborgarsagna, oftar en ekki ungir karlmenn í umhverfi þar sem fyrir-
myndir eru af skornum skammti, enda viðmið landbúnaðarsamfélags fyrri
alda ekki nothæf í stórborgarsamfélagi samtímans. Og jafnvel þótt þeir
leggi á sig ómælt erfiði til að öðlast það sem þeir þrá og þótt útkoman
haldist ekki alltaf í hendur við væntingar þá nær bölsýni ekki yfirhöndinni.
Myndirnar endurspegla nú eins og áður ákveðinn baráttuanda. Hann er
ekki eins og baráttuandi byltingarsinna Che-kynslóðarinnar, en hann er
engu að síður smitandi. Því þó myndirnar bjóði ekki upp á farsælan endi
„à la Hollywood“ þá endurspegla þær veruleika þar sem engin önnur leið
en að blása í baráttuglæður er fær. Ráðandi spegilmynd kvikmynda
Rómönsku Ameríku gefur vísbendingar um að farsæld sé möguleg – en að
hún sé dýrkeypt og torsótt, og ólíklegt að hún náist í fyrstu atrennu.
ABSTRACT
Reflecting realities: The History of Latin American Filmmaking
The article offers an account of the most outstanding developments in cinema in
Latin America throughout the twentieth century. It sets off with a portrayal of the
arrival of the medium via the Lumière influence, to then discuss the principal
influential elements on cinematic developments in the region. A continual contex-
tualization of filmmaking within a political and historical framework is inter-
twined with an account of filmmakers’ representation of local and continental
realities and identities. The process of coming of age is central to the article, as it
focuses on the slowly increasing self-worth, excellence and autonomy of Latin
American cinema during this past century.
Keywords: cinema, filmmaking, Latin America, history
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR