Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 29
29
Jón Thoroddsen
Lesið í Terra nostra
eftir Carlos Fuentes1
Þessi grein er tilraun til að taka saman og túlka skáldsöguna Terra nostra
eftir mexíkóska rithöfundinn Carlos Fuentes. Margar lærðar bækur og
ritgerðir hafa verið skrifaðar um þetta verk en greinarhöfundi hefur þótt
brenna við að fræðimenn hafi frekar reynt að greina einstaka þætti þess,
bókmenntalegar vísanir og tæknibrögð heldur en að taka það saman og
túlka í heild.2 Verkið er margrætt og flókið og má vel vera að tilraun sem
þessi komi fyrir lítið, að viturlegra sé að einbeita sér að einstaka þáttum
þess þar sem enga heildarmerkingu sé þar að fá.
Í verkum Carlosar Fuentes finnur lesandi stöðugt fyrir því hvernig
Mexíkó býr í meira mæli en önnur lönd Rómönsku Ameríku samtímis yfir
ólíkum tímum. Því til staðfestingar má minna á að Mexíkó náði hvað
lengst af löndum álfunnar í nútímavæðingu á árunum eftir síðari heims-
styrjöld, en um leið má þar finna ummerki hins forkólumbíska tíma.3 Með
þessar andstæður í farteskinu hljóta að vakna spurningar um hvaðeina er
ljær menningu og sögu Mexíkó sérkenni sín og hefur það ekki síst verið
vandi Fuentesar að finna hinum eldforna veruleika landsins stað í nútím-
anum. Tilraunir hans með nútímaleg listform eins og simultanismann –
það að sjá ólíka tíma í skotsýn – hafa reynst honum vel í að takast á við
1 Grein þessi er byggð á erindi sem var flutt í RÚV árið 1994.
2 Hér er m.a. átt við rit Luz Rodríguez Carranza, Un teatro de la memoria: análisis de
Terra nostra de Carlos Fuentes, Leuven/Buenos Aires: Leuven University Press/D.
Albero-Vergara, 1991 og Margarita Cota-Cárdenas, „The Narrator in Carlos
Fuentes’ Terra Nostra“, doktorsritgerð, University of Arizona, 1980.
3 Sjá Octavio Paz, El laberinto de la soledad, México, D.F.: Fondo de Cultura
Económica, 1976, bls. 81–88 og Postdata, México, D.F.: Siglo XXI, 1984, bls.
105–116. Sömuleiðis Carlos Fuentes, Tiempo mexicano, México, D.F.: Joaquín
Mortiz, 1987, bls. 17–42.
Ritið 1/2009, bls. 29–40