Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 30
30
JÓN THORODDSEN
andstæður Mexíkó.4 Fuentes hefur nýtt sér þetta listform á fjölbreyttan og
skapandi hátt.
Carlos Fuentes hefur ef til vill ekki verið kynntur íslenskum lesendum
sem skyldi, sé borið saman við aðra höfunda frá Rómönsku Ameríku. Það
er í sjálfu sér athyglisvert miðað við stöðu hans innan bókmennta álfunnar.
Chileanski rithöfundurinn José Donoso hefur lýst þeim áhrifum sem
fyrsta skáldsaga Fuentesar, La región más transparente (Þar sem víðsýnið
skín),5 hafði á rithöfunda álfunnar þegar hún kom út árið 1958. Donoso
nefnir að þessi bók hafi verið fyrsti sproti í blómatíma skáldsögunnar í
Rómönsku Ameríku á sjöunda áratug síðustu aldar.6 Einnig var það
Fuentes fremur en nokkur annar sem var á þessum tíma „helsti hvatamað-
ur að kynningu skáldsögu Rómönsku Ameríku á alþjóðlegum vettvangi“
eins og Donoso hefur orðað það.7 Og nú þegar þessi blómatími er ekki
lengur eins afgerandi heldur Fuentes enn fullum dampi, og er stöðugt að
velta upp nýjum hliðum á veruleika heimalands síns eða álfunnar ef því er
að skipta, að ekki sé minnst á skáldsöguformið. Hann hefur verið fádæma
frjór og leitandi. Hér er þó ekki ætlunin að kynna höfundarverk Carlosar
Fuentes heldur rýna í Terra nostra, eitt helsta verk hans sem kom út árið
1974.
Heimssýn Fuentesar má ef til vill rekja til tveggja póla sem setja mark
sitt á höfundarverk hans, en það eru gagnstæð sjónarhorn sem kenna má
við sagnfræði og goðsögu. Þessir ólíku pólar eru sérstaklega áberandi í
Terra nostra. Um auðugan garð er að gresja hvað varðar goðsögur frum-
byggja í Mexíkó og hefur Fuentes nýtt sér það óspart til að varpa ljósi á
margvíslegar hliðar þess sagnfræðilega og þjóðfélagslega veruleika sem
hann fjallar um. Oftast er sögusviðið föðurland hans; þegar hann bregður
sér af bæ er það oftar en ekki í þeim tilgangi að varpa ljósi á sögu Mexíkó.
Sú er til dæmis raunin í Terra nostra þar sem Spánn og löndin við
Miðjarðarhafið eru mjög fyrirferðarmikil. Einn aðalatburður bókarinnar
4 Sjá góða greinargerð um þetta listform í Octavio Paz, Hijos del limo, Barcelona:
Seix Barral, 1985, bls. 168–182.
5 Þennan titil mætti þýða Lönd hinnar miklu heiðríkju en spænski titillinn ber
meningarsögulega tilvísun í ritgerðina „Visión de Anáhuac“ eftir Alfonso Reyes.
Til að ná anda hendingarinnar er nærtækast að nota ljóðlínuna „Þar sem víðsýnið
skín“ úr „Landkynningu“ eftir Stephan G. Stephansson.
6 José Donoso, Historia personal del „boom“, Barcelona: Seix Barral, 1983, bls. 38–
39.
7 Sama rit, bls. 38.