Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 36
36
JÓN THORODDSEN
sem hinn nýi tími ber í skauti sér og sýna vel hvernig goðsögulegt og sagn-
fræðilegt sjónarhorn mynda listræna heild hjá Fuentes. Margföldun slíkra
mannvera í nútímanum er spásýn þess hvernig ofvöxtur hefur hlaupið í
dulfræðilegar heimssýnir í dag þar sem enga reglu er að finna. Hér hefur
Fuentes tekist það sem Hermann Broch sagði að skorti í bókmenntum
tuttugustu aldar (að Kafka undanskildum): að skrifa goðsögu nútímans.19
Heimspekilega má einnig benda á frumleg efnistök sem koma fram í
ýmsum guðfræðilegum köflum. Í fyrrnefndum kafla, „Fyrsta vitnisburði“,
má finna guðfræðilega réttlætingu Filippusar II. á valdi sínu. Þessir kaflar
sýna hætturnar sem fylgja slíkum réttlætingum á stjórnarathöfnum, en
Fuentes er allítarlegur í því efni svo að mynd valdsins sé gerð full skil. Öllu
frumlegri er þó umfjöllun hans um hin ýmsu dulfræði sem liggja að baki
atburðum sögunnar. Eins og þegar hefur komið fram bjarga Celestína og
dulfræðingurinn Ludovico nýfæddum þrí-förunum. Celestína hverfur á
brott en Ludovico tekur þá í fóstur og kemst á flóttanum að margvíslegum
sannleika um heiminn gegnum ýmis dulfræði. Þess má geta að í Terra
nostra skiptast á margir sögumenn og oft er erfitt að greina á milli sjónar-
horna en þó skýrist hlutverk þrí-faranna eftir því sem Ludovico fer víðar.
Listrænt séð hlýtur að teljast alldjarft að setja fram heimspekilegar útlegg-
ingar og útskýringar á mörgu því sem á undan er gengið því þá er verkið
farið að túlka sig sjálft og frjálsræði lesandans er heft. Þessir kaflar bjóða
aftur á móti lesanda að fara út fyrir bókina og endurskapa sjálfa mannkyns-
söguna. Lestur hennar er oft töfrum líkastur og á þennan hátt býður höf-
undurinn upp á gagnrýna sýn á sögu okkar. Og enn má við bæta þeirri
tvíræðni táknmyndar þrí-faranna að frá sjónarhorni valdsins fela þeir í sér
hættu á upplausn, en út frá dulfræðum Ludovicos er líka hægt að nýta sér
þá sem boðbera nýrra tíma og það leitast hann við að gera með því að
fóstra þá. Samkvæmt sömu dulfræðum má líta á Terra nostra sem eftirmynd
El Escorial sem gengur í gegnum listrænt umbreytingarferli. Grafhýsið
verður þá að húsi hins lifandi ímyndunarafls. Það að fjöldi kafla Terra
nostra kallist á við herbergjafjölda El Escorial getur þýtt að Fuentes nýti
sér höllina sem tæki í minnistækni eftir hinni fornu list minnisins.20
Eitt meginstef bókarinnar er stríð Filippusar II. gegn villutrú í ríki
19 Hermann Broch, Schriften zur Literatur 1. Kritik, Frankfurt am Main: Suhrkamp
Verlag, 1975, bls. 91.
20 Frances A. Yates bendir á í bók sinni The Art of Memory, Chicago: University of
Chicago Press, 1974, hvernig herbergi bygginga hafa verið notuð í tengslum við
minnistækni.