Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 41
41
Kristín Guðrún Jónsdóttir
„Þið hlustið aldrei á okkur“
Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna
í bókmenntum Mexíkana og Chicanóa1
Landamæri: ímynduð lína dregin milli tveggja landa,
sem skilur ímynduð réttindi annars frá ímynduðum
réttindum hins.
Ambrose Bierce, Orðabók Andskotans
„Þetta er leiksvið fáránleikans þar sem samræður sambandsleysis eiga sér
stað.“ Þannig fer rithöfundurinn Luis Humberto Crosthwaite (f. 1962)
orðum um landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Sjálfur er hann frá landa-
mæraborginni Tijuana og segist hafa farið að minnsta kosti eitt þúsund og
sex hundruð sinnum yfir mörkin þar í borg. Hann bætir þó jafnframt við
að á svæðinu sé ýmislegt sem bendi á frjóa blöndun menningarheimanna
tveggja sem landamærin skilja að.2 Þegar Rosario Sanmiguel (f. 1954),
skáldkona frá borginni Ciudad Juárez, er spurð hvaða merkingu landa-
mærin hafi í hennar huga svarar hún einfaldlega með einu orði: „Tog-
streita.“3 Þjóðirnar tvær toga hvor aðra til sín í sömu mund og þær hrinda
hvor annarri frá sér. Ótal hugtök og líkingar hafa verið notuð til að reyna
að sýna í hnotskurn innri merkingu þessara landamæra, eða línunnar eins
og íbúar svæðisins kalla mörkin. Þeim hefur verið lýst sem flakandi sári,
öri, þröskuldi, skarði, kýli, skurði, gryfju, lömun og einskismannslandi.
Sumir álíta ósamhverfu vera höfuðeinkenni markanna, aðrir að þau skilji
að fyrsta heiminn og þann þriðja, þann engilsaxneska frá þeim latneska.
Enn aðrir telja borgir landamæranna, einkum þær stærri, vera eins konar
póstmódernískar tilraunastofur þar sem ægir saman mörgum ólíkum
1 Þ.e. Mexíkóameríkana.
2 Luis Humberto Crosthwaite, Instrucciones para cruzar la frontera, México, D.F.:
Joaquín Mortiz, 2002, bls. 9.
3 Rosario Sanmiguel, einkasamtal, mars 2003.
Ritið 1/2009, bls. 41–62