Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 42
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
42
menningarheimum og tungumálum, fortíð og nútíð, fátækt og ríkidæmi.4
Hvernig sem horft er á landamærin er harla erfitt að finna líkingu sem nær
yfir þann flókna heim sem finna má við þessi löngu mörk.
Á þessum síðum er ætlunin að skoða hvernig téð landamæri birtast í
mexíkönskum bókmenntum, annars vegar í verkum rithöfunda „úr suðri“,
þ.e. frá héruðum landsins fjarri mörkunum, einkum höfuðborginni, og
hins vegar höfunda frá sjálfum landamærunum. Einnig verður farið nokkr-
um orðum um efnið í bókmenntum Chicanóa, þ.e. Mexíkóameríkana.
Landamærin í mexíkönskum bókmenntum. Skrifað „úr suðri“
Þegar bókmenntir Mexíkó frá síðustu öld eru skoðaðar kemur í ljós að
norðurlandamærin, tilkoma þeirra, saga og veruleiki skipa ekki háan sess í
efnisvali rithöfunda og skálda. Í raun vekur það furðu sé haft í huga hve
afgerandi áhrif landamærin hafa haft á sögu landsins og líf fólks almennt
frá því þau voru dregin árið 1848. En þess er skemmst að minnast að
Mexíkó og Bandaríkin háðu stríð 1846–1848 og í kjölfar þess seldu
Mexíkanar Bandaríkjamönnum liðlega helming lands síns við undirritun
Guadalupe-samningsins. Þessi missir situr fast eftir í þjóðarsál lands-
manna.5 Mörkin eru löng og spanna ríflega 3.200 km vegalend, allt frá
Kyrrahafi til Mexíkóflóa.6 Enginn vafi leikur á því að tilkoma þeirra hefur
haft djúpstæð áhrif á sögu Mexíkó og líf fjölda fólks, ekki aðeins á mörk-
4 Sjá Carlos Monsiváis, „La cultura de la frontera“, La cultura de la frontera, 5–6, 1988,
bls. 42–48; Víctor Zuñiga, „Imágenes de la frontera en la política cultural“, Cultura
norte, 23, 1997, bls. 16–19 og „El norte de México como desierto cultural: anatomía
de una idea“, Puentelibre, 4, 1995, bls. 18–23; Gloria Anzaldúa, Borderlands/La
frontera. The New Mestiza, San Francisco: Aunt Lute Books, 1987; Carlos Fuentes,
La frontera de cristal. Una novela en nueve cuentos, México, D.F.: Alfaguara, 1996;
Ramón Eduardo Ruiz, On the Rim of Mexico: Encounters of the Rich and the Poor,
Boulder/Oxford: Westview Press, 2000; Néstor García Canclini, Culturas híbridas.
Estrategias para entrar y salir de la modernidad, México, D.F.: Grijalbo, 1989; Jorge A.
Bus tamante, „Frontera México-Estados Unidos. Re -flexiones para un marco
teó rico“, Estudios sobre las Culturas Contemporáneas, IV, 11. mars 1991, bls. 11–35.
5 Margir Mexíkanar og Mexíkóameríkanar hafa ekki tekið Guadalupe-samninginn í
sátt. Mexíkó missti landsvæðið sem í dag heitir Texas, Kalifornía, Arizona og Nýja
Mexíkó, ásamt hluta af Colorado, Utah og Nevada.
6 Þriðjungur landamæranna liggur um eyðimerkurnar Sonora og Chihuahua, fljótið
Río Bravo/Río Grande skilur aftur á móti löndin að tveimur þriðju. Þetta eru ein
þéttbýlustu landamæri í heimi en svonefndar systraborgir einkenna byggðir þeirra.
Íbúar þéttbýlissvæðanna eru um 24 milljónir beggja vegna markanna. Sjá frek ara
yfirlit um sögu landamæranna hjá Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, „Línan“, Lesbók
Morg un blaðsins, 20. maí 2006.