Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 43
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“ 43 unum sjálfum heldur í öllu landinu. Í tæpa öld hefur fjöldi farandverka- manna ferðast fram og til baka milli Mexíkó og Bandaríkjanna og margir þeirra hafa komið frá syðri fylkjum landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki skapast hefð í mexíkönskum bókmenntum hvað snertir þetta efni.7 Þessa staðreynd má að miklu leyti rekja til miðstýringar og valdsins í Mexíkóborg. Gífurlegt landflæmi norðurhéraðanna, og þar með landamæranna, er óra- fjarri höfuðstaðnum þar sem mikilvægar ákvarðanir, sem varða allt landið, hafa löngum verið teknar. Það er líkt og að landamærin og norðurhéruðin hafi gleymst í menningarumræðunni í gegnum tíðina. Þau hafa verið eins konar jaðarsvæði sem ekki hefur þótt áhugavert, annars flokks Mexíkó þar sem áhrif nágrannans í norðri hafa þótt of mikil og spillt mexíkönskum anda.8 Hin svonefnda myrka sögusögn – la leyenda negra – um landamærin og byggðir þeirra, sem varð til í kringum bannár Bandaríkjanna 1918–1933 og dregur upp mynd af þeim sem eyðimörk í orðsins fyllstu merk ingu, hvílir enn þungt yfir þessu svæði. Samkvæmt henni byggðust þéttbýlis- kjarnarnir við landamærin upp í kringum skemmtanaþarfir Banda- ríkjamanna sem flykktust suður yfir mörkin til að stunda drykkju, veðreið- ar, spilavíti og vændishús – og hefur því helsta hlutverk landa - mæra borganna snúist um að sinna þessum þörfum. Á síðari tímum hefur smygl á eiturlyfjum og fólki orðið hluti af sögninni sem og ímyndin um landamærin sem allsherjar stoppistöð fyrir farandverkamenn frá syðri fylkjum Mexíkó sem ólmir vilja komast til fyrirheitna landsins.9 Óhætt er 7 Viðfangsefni sem ganga eins og rauður þráður í gegnum mexíkanskar bókmenntir síðustu aldar eru mexíkanska byltingin 1910–1920 og atburðirnir sem áttu sér stað á Tlatelolco-torgi í Mexíkóborg árið 1968 þegar stjórn landsins lét skjóta á frið- samleg mótmæli og hundruð ungmenna létust. Það gerðist aðeins fáeinum dögum fyrir setningu Ólympíuleikanna í borginni. 8 Hin hrjóstrugu norðurhéruð hafa jafnan þótt ógnvekjandi vegna þess að þar voru heimkynni flökkuindíána. Spánverjum tókst aldrei fyllilega að leggja svæðið undir sig. Orð José Vasconcelos um eðli íbúa „norðursins“ frá árinu 1915 eru athyglis- verð en hann átti stóran þátt í mótun þjóðarvitundar landsmanna. Í minningabók- um sínum segir hann norðanmenn vera „grófa og frumstæða eins og landið sem þeir byggja; en þá skortir ekki eðlislæga góðmennsku og sanna áræðni“ (Manuel Ceballos Ramírez, „La invención de la frontera y del noreste histórico“, Memorias de la Academia Mexicana de la Historia correspondiente de la Real de Madrid, XLII, México, D.F.: 1999, bls. 198). Sjá einnig grein Jorge A. Bustamante um yfirlæti höfuðborgarfólks gagnvart íbúum landamæranna: „Etnocentrismo chilango“, Milenio Diario, 15. mars 2004. 9 Áþekkar hugmyndir um landamærin hafa einnig verið við lýði í Bandaríkjunum og eru enn. Þau hafa þótt hættuleg og ógnvekjandi enda ráði siðspilling og óreiða þar ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.