Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 50
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
50
Toscana (f. 1961), Élmer Mendoza (f. 1949) og fleiri. En goðsögnin um
höfunda frá framandi og ókennilegu svæði var komin á kreik og hefur vilj-
að loða við þá síðan.
Eins og gefur að skilja eru viðfangsefni þessara höfunda fjölbreytt og
takmarkast ekki við landamærin. Sumir þeirra leitast jafnvel við að forðast
þau. En þau koma iðulega fyrir og skal engan undra því heimkynni höf-
undanna eru fast upp við mörkin og þeir minntir dagsdaglega á nágrann-
ann handan þeirra. Í verkum þessara höfunda hljóma ólíkar raddir og
margvíslegum stílbrögðum er beitt. En það sem sameinar þá er að þeir búa
við þröskuld valdamestu þjóðar heims og víðsfjarri höfuðstaðnum þar sem
mikilvægar pólitískar ákvarðanir eru teknar. Þeir snúa baki við miðstýring-
unni í Mexíkóborg en upplifa sig ekki aðeins í andstöðu við hana heldur
einnig nágrannann í norðri og því er stundum talað um tvöfalda einangr-
un. Þessi afstaða kristallast í orðum Heriberto Yépez þar sem hann talar
með gamansömum hætti um landamærahöfundana út frá goðsögninni sem
hefur skapast um þá „í suðri“, höfunda sem að eigin ósk eru „víðs fjarri“,
en það leiðir jafnframt til „sjálfseyðingar“. Samkvæmt honum eru þeir:
Utanveltu, utangarðsmenn, öðruvísi, úr tengslum við miðjuna,
óbókmenntalegir, á jaðrinum, villimenn, ekki hluti af kanón-
unni, að sumu leyti vegna miðstýringarinnar, að öðru leyti
vegna eigin ákvarðanatöku. Þeir eru þjóðsagnakenndir.27
Nefndir höfundar takast á við mörkin hver á sinn hátt og frá ólíkum
sjónarhornum. Mörkin eru þó oftast raunveruleg og áþreifanleg – hin
pólitísku mörk. Þau birtast í formi veggja, girðinga eða fljótsins Río Bravo/
Río Grande; geta verið sýnileg eða ósýnileg, jafnvel ímyndun. Þau fela í
sér alls kyns samskipti og hreyfinguna yfir þau; á stundum eru þau ekki
annað en fáránlegur veruleiki. Oft tengjast efnistökin daglegu lífi hins
almenna borgara, farandverkafólki frá syðri héruðum landsins, maquila-
dora-verksmiðjunum, hervæðingu landamæranna, túrisma, vændi, ofbeldi,
fátækt þar sem landslag norðursins og hið þrúgandi loftslag eyðimerkur-
innar er ósjaldan í bakgrunni. Óhætt er að segja að þessir höfundar dragi
upp aðra og mun flóknari mynd af lífinu við landamærin en þá einsleitu
sem goðsögnin myrka býr yfir. Þeir sneiða síður en svo hjá þessu viðfangs-
efni – gera sér mat úr því en setja það í annað samhengi. Ýmist staðfesta
27 Heriberto Yépez, Made in Tijuana, Tijuana: Instituto de Cultura de Baja Cali-
fornia, 2005, bls. 81.