Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 51
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“
51
þeir goðsögnina myrku, fletta ofan af henni, gera óspart grín að henni eða
skopstæla hana. Þetta gera þeir með sérstöku tungutaki og málfari svæðis-
ins. Verk Rafa Saavedra frá Tijuana, af hinni svonefndu X-kynslóð, eru
eins konar andsvar við ímyndinni um Tijuana sem „syndaborg“. Í smásög-
unni „Tijuana para principiantes (bonus track)“ (Tijuana fyrir byrjendur
(bonus track)) skrifar hann: „Mi city er ekki bara gata full af heimskulegum
Könum að upplifa eilíft vor og indíánum að selja pappírsblóm, röndóttum
ösnum og töskum fullum af skrani til sölu ...“.28 Hann heldur með þessum
hætti áfram upptalningu á staðalímyndum borgarinnar sem hann staðfestir
eða upprætir. Rosina Conde leikur sér aftur á móti með staðalímyndir
vændiskvenna í túristahverfi Tijuana-borgar og snýr upp á þær. Í „Viñetas
revolucionarias“ (Byltingarvinjettur)29 er sagt frá fatafellum sem vinna í
næturklúbbi á hinni þekktu túristagötu Revolución. Þær eru fullmeðvit-
aðar um hvernig þær ganga inn í fyrirfram mótaða ímynd „syndaborgar-
innar“. Athæfi þeirra verður farsakennt: þær eru ekki lengur söluvaran (og
fórnarlömb feðraveldis Mexíkó) heldur verða viðskiptavinir klúbbsins,
einkum útlendir karlar sem hafa „skroppið yfir“, að söluvörunni; þeir eru
keyptir og viðhalda á þennan hátt ímynd borgarinnar og eru fyrir vikið
samsekir í þessum leik.
Landamærin og Tijuana ganga eins og rauður þráður í gegnum öll verk
Luis Humberto Crosthwaite en hann hefur verið nefndur „goðsagnaritari
landamæranna“.30 Hin mörgu andlit borgarinnar sem og markanna endur-
speglast í verkum hans. Crosthwaite telur mörkin vera stöðugt að breytast
og líkir þeim við diskókúlu sem varpar ótal ljósbrotum í margar áttir.
Samkvæmt honum er ekki til ein skilgreining á landamærunum því þau eru
margt í senn og þar verður fólk fyrir ólíkri reynslu. Endimörk Mexíkó og
Bandaríkjanna mynda svæði þar sem reynsla Mexíkana og Bandaríkjamanna
sameinast.31 Crosthwaite beitir kaldhæðni, húmor og skopstælingu til að
takast á við mörkin. Þetta kemur einkar vel fram í Instrucciones para cruzar
la frontera (Leiðbeiningar til að komast yfir landamærin) en þar eru sjálf
28 Rafa Saavedra, Buten smileys, Tijuana: Editorial Yoremito, 1997, bls. 73.
29 Úr bókinni El agente secreto, Mexicali: Universidad Autónoma de Baja California,
1990.
30 Juan Villoro, „Singuin in da pinche rein. Estrella de la calle sexta, de Luis Humberto
Crosthwaite“, Letras libres, des. 2000, http://www.letraslibres.com/index.php?
sec=6&art=6640.
31 Arturo García Hernández, „Crosthwaite recrea las múltiples de vivir a las puertas
de EU“, La Jornada, 21. feb. 2003, http://www.jornada.unam.mx/203/02/21/06-
an1cul.php?origen=cultura.html.