Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 52
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
52
landamærin aðalpersónan, eða hugmyndin um þau. Af titlinum að dæma
mætti halda að þetta væri einhvers konar handbók, en undirtitillinn, frá-
sagnir, bendir til annars. Bókin er samsafn ellefu frásagna af ýmsu tagi sem
er erfitt að flokka: eins konar prósaljóð, smásögur, dagblaðagreinar og
leiðbeiningar. Kaldhæðni Crosthwaites kemur strax fram á fyrstu síðunum,
en þar segir:
Íhugaðu eftirfarandi: það er best að fara ekki yfir. Í sannleika sagt
borgar sig ekki að leggja á sig erfiðið. Það fullyrðir sá sem hefur
farið yfir landamærin 1632 sinnum á ævinni, hvort sem það hefur
verið vegna vinnu, löngunar eða út af einskærum leiða.
Að fara yfir markalínu krefst andlegrar áreynslu. Það er nauð-
synlegt að vera meðvitaður um það að þjóðir eiga sér hlið sem
opnast og lokast; einnig er nauðsynlegt að vita að land, hvaða
land sem er, hefur rétt á að leyfa aðgang að görðum sínum og
getur rekið þig þaðan hvenær sem er.
En hafir þú ómótstæðilega löngun, og ákveður að fara yfir
landamærin, legg ég til að þú hafir eftirfarandi í huga: Það þarf
að hafa með sér skilríki sem sýna þjóðerni og áætlanir. Ekkert
angrar verðina jafn mikið og manneskja með óljósan tilgang.
Það er leyfilegt að fara til nágrannalandsins til þess að versla
(einkum séu tilboð í stórmörkuðum), til þess að þvo þvott (af því
að vatnið þar er hreinna), til þess að fara í Disneyland („ham-
ingjuríkasta land í heimi“); já, til þess að gera það sem ógnar
ekki ástandi landsins sem er sótt heim.32
Fleiri ráðleggingar má finna sem eru í hrópandi andstöðu við raunveru-
leikann:
Þar sem bannað er að fara yfir til þess að vinna við uppþvott, á
kassa, sem ruslakarl, þjónn, þjónustukona, ritari, rithöfundur
o.s.frv. er betra að hafa upplogna sögu á reiðum höndum [...].
Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu: til er nokkuð sem heitir
tollur og landamæraverðir [...]. Svo þarf að hafa ómælda þolin-
mæði, hvort sem maður fer yfir fótgangandi eða á bíl.33
Höfundur hefur ekki valið störfin hér að ofan af handahófi. Það er alkunna
að Mexíkanar starfa víða á þessum vettvangi í nágrannalandinu, og ófáir
32 Luis Humberto Crosthwaite, Instrucciones para cruzar la frontera, bls. 9.
33 Sama rit, bls. 10.