Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 60
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
60
Þegar Chicanóar hófu baráttu sína fyrir bættari kjörum í Bandaríkjunum
á sjöunda áratug síðustu aldar með verkalýðsforingjann César Chávez í
broddi fylkingar, gerðu þeir Aztlán að sameiningartákni sínu. Aztlán vísaði
í rætur þeirra sunnar í álfunni en forn heimkynni Asteka báru þetta nafn.
Það varð að nokkurs konar baklandi eða homeland Chicanóa, sterkt póli-
tískt tákn. Samkvæmt goðsögninni var Aztlán „einhversstaðar í norðri“,
margir gengu svo langt að koma fram með þá kenningu að Aztlán væri í
suðvesturríkjum Bandaríkjanna þar sem flestir Mexíkóameríkanar bjuggu
á þeim tímum.46
Hugmyndin um Aztlán sem pólitískt vopn og sameiningartákn Chica-
nóa er hverfandi nú á dögum. Yngri höfundar Chicanóa (sem vilja margir
frekar kalla sig Mexíkóameríkana) hafa ekki þurft að berjast fyrir rétti
sínum á sama hátt og fyrri kynslóð og hafa gerst fráhverfir hugmyndinni
um Aztlán; því hefur hugtakið borderlands eða „landamærasvæði“ tekið við.
En oftar en ekki eru þetta táknræn landamæri jafnvel þótt vísað sé til hinna
áþreifanlegu pólitísku landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Í verki Gloriu
Anzaldúa Borderlands/La Frontera. The New Mestiza (Landa mærasvæði/
mörkin. Hin nýja mestísa-kona, 1987), þar sem fram koma vangaveltur
hennar og kenningar um landamærin, taka mörkin á sig táknræna mynd;
þau eru staður þar sem ólíkir menningarhópar mætast, fólk af ólíkum
þjóðfélagsstéttum og kyni. Anzaldúa líkir mörkunum við opið sár og skír-
skota þau allt eins til innri landamæra, marka milli kynja, fólks af ólíkum
uppruna. Þannig verða þau táknræn eða sálræn, þ.e. svæði sem tengist
sjálfsvitund Chicanóa þar sem sjálfsmyndin er margþætt og síbreytileg.47
Fyrirbærið landamæri verður almennt, goðsögulegt eða táknrænt, staður
sem aðskilur Mexíkóameríkana frá „Anglóum“, frá „hinum“; eins konar
„milliland“ eða Nepantla, hugtak úr hugmyndafræði Asteka sem rithöfund-
urinn Pat Mora nýtir sér með svipuðum hætti.48 Það verður að fyrirheitna
landi Mexíkóameríkana, áþekkt því sem Aztlán táknaði fyrir kynslóðina á
undan: ímyndað svæði minnihlutahópa sem er ýtt út á jaðar stærra samfé-
lags.
46 Sjá Rudolfo A. Anaya og Francisco Lomelí (ritstj.), Aztlán. Essays on the Chicano
Homeland, Albuquerque: University of New Mexico Press, 1989 og Luis Leal,
Aztlán y México. Perfiles literarios e históricos, Binghamton, New York: Bilingual
Press/Editorial Bilingüe, 1985.
47 Gloria Anzaldúa, Borderlands/La Frontera. The New Mestiza, San Francisco: Aunt
Lute Books, 1987, bls. 1–23.
48 Pat Mora, Nepantla. Essays from the land in the Middle, Albuquerque: University of
New Mexico Press, 1993, bls. 3–9.