Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 70
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
70
borg vísikonungdæmisins sem var miðstýrt og stéttskipt samfélag. Vísi-
kóngurinn var æðsti fulltrúi Spánarkonungs á Nýja Spáni og því valdamesti
maður nýlendunnar.8 Kaþólska kirkjan var efnuð og ráðandi afl í samfé-
laginu, strangtrúnaður var meiri en á Spáni og æðsti maður kirkjunnar,
erkibiskupinn, var valdamikill.9 Rannsóknarrétturinn og íhaldssöm hug-
myndafræði hans var í sókn á síðustu árum 17. aldar þegar Sor Juana stóð
í bréfaskriftum við biskupinn af Puebla sem faldi sig á bak við kvenmanns-
nafnið Sor Filotea eða systir Filotea.
Á þessum tíma var Spánn kaþólskt konungsríki og stór hluti nýlendu-
stefnunnar var trúarlegur. Guðfræði nýlendutímans var af pólitískum toga
og nýlendustefna Spánar var réttlætt með trúboðinu sem fylgdi henni.10 Á
meðan nýlendurnar í Norður Ameríku byggðust upp í kringum mun
frjálslyndari trúarhugmyndir voru spænsku nýlendurnar ekki síður nýlend-
ur kaþólsku kirkjunnar en spænska konungsins. Krossinn, sverðið og kór-
ónan fylgdust þar að.11
Saga Spánar og bókmenntasaga eru að miklu leyti frábrugðin hræring-
um norðar í Evrópu. Ein ástæðan fyrir þessum mun og líklega sú veiga-
mesta er trúarleg eða kannski trúarbragðaleg þar sem kaþólska kirkjan var
hluti af valduppbyggingu spænska konungsríkisins. Á 16. öld, þegar mót-
mælendur og siðbótarmenn koma fram og hugmyndir um trú og kirkju-
vald fara að breytast í Vestur-Evrópu, ná íhaldsöflin á Spáni að halda
sínum yfirráðum. Kaþólska kirkjan og kóngurinn stóðu saman að herferð
gegn siðbótinni, gagnsiðbótinni, og náðu þannig að hefta útbreiðslu hug-
mynda sem grafið hefðu undan valdi þeirra. Marteinn Lúther var lýstur
Bandaríkjanna og Karíbahafseyjar, þau rúmlega þrjúhundruð ár sem landið var
undir valdi Spánarkonungs.
8 Til að tryggja að vísikóngurinn yrði aldrei of sjálfstæður og ógnaði þar með valdi
Spánarkonungs, skyldi hann fæddur á Spáni og einungis vera 3 til 6 ár í embætti.
9 Sigurður Hjartarson, Þættir úr sögu Rómönsku Ameríku, Reykjavík: Mál og menn-
ing, 1976, bls. 69.
10 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, México: Fondo de
cultura económica, 1992, bls. 47. Octavio Paz (1914–1998) var rithöfundur, ljóð-
skáld og sendiherra. Bók hans Völundarhús einsemdarinnar (El laberinto de la soledad,
1945) er tímamótaverk um mexíkóska hugsun og sjálfsmynd. Paz hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið 1990. Hann er talinn einn mikilvægasti hugsuður
Mexíkó á 20. öld og kallaður skáldrisi. Þó að áhrif hans séu óumdeild er hann
einnig táknmynd mexíkósks feðraveldis í hugum margra. Sor Juana Inéz de la Cruz
o Las Trampas de la Fe kom út árið 1982 og þar fjallar Paz ítarlega um samtíma Sor
Juönu, líf hennar og verk.
11 Sama rit, bls. 28.