Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 72
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
72
ingar.14 Aðrir nota hugtakið barokktexti og „nálgast barokkið sem „modus“
eða hátt skáldskapar en ekki tímabil í bókmenntasögunni“.15
Barokkskáldin voru mjög upptekin af forminu sjálfu og léku sér að
tungumálinu með skrauti, torskildum vísunum og ýkjum. Heimssýn þeirra
var myrk og grótesk og einkenndist af spennu, biturð og örvæntingu.
Flóknar myndlíkingar, samhverfur og hljómfall bera því oft innihaldið ofur-
liði. Ekki þarf að líta lengra en á nöfnin á bókunum sem gefnar voru út með
verkum Sor Juönu til að sjá góð dæmi um slík stílbrögð. Heimsmynd 17.
aldar með Guð sem óumdeilanlega miðju og undirstöðu alls er sá jarðvegur
sem barokkið sprettur úr.16 Octavio Paz lýsir spænska barokkinu sem afleið-
ingu sögulegra, sálfræðilegra og trúarlegra þátta svo sem
kreppu kaþólskunnar, baráttu siðbótar og gagnsiðbótar, áfalls-
ins vegna Flotans ósigrandi, verðbólgu og efnahagskreppu
á Spáni, uppgötvana stjörnu- og eðlisfræði sem komu róti á
tómhyggjuna og nýskólaspekina […]. Allt þetta olli, eða gerðist
samhliða, andlegri kreppu sem einkenndist af stöðugri spennu
milli líkama og sálar, trúar og efa, losta og vitundar um dauð-
ann, augnabliks og eilífðar. Þetta ósætti sálarlífs og siðferðis
umbreyttist í ofsafengna og kvika list sem var gagntekin tví-
greindri meðvitund um klofningu heimsins og um einingu hans,
list rökkurs, andstæðna, þverstæðna, flókinna umsnúninga og
leiftrandi staðhæfinga.17
Orðin snilli (sp. ingenio) og hugtak (sp. concepto) eru lýsandi fyrir ljóð bar-
okkskálda að mati Paz. Hann lítur á snilldina sem skapandi afl og telur að
hugtakið sé afurð hennar.18
Spænska barokkinu hefur verið skipt í tvær greinar: culteranismo og
conceptismo. Culteranismo var skrautlegur stíll sem leitaðist við að skapa
heim hinnar fullkomnu fegurðar þar sem skynjunin er í forgrunni. Gott
dæmi um hann eru ljóð Luis de Góngora (1561–1627). Hin grein spænska
barokksins, conceptismo, er líka tengd við Góngora og eru þessir tveir stílar
stundum báðir kallaðir gongorismo. Það skáld sem þó er tákngervingur
14 Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms Pét-
urs sonar, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2005, bls. 1–2.
15 Sama rit, bls. 43.
16 Sama rit, bls. 51.
17 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 77.
18 Sama rit, bls. 80.