Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 73
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG
73
conceptismo er Francisco de Quevedo (1580–1645). Culteranismo fékkst við
formið og endurnýjun þess en conceptismo við hugsunina og hið innra og
var mun gagnorðari.19
Octavio Paz skrifar að almennt sé litið á mexíkóska barokkið sem
„grein af spænska barokkinu sem að sínu leyti er hluti evrópska barokks-
ins“.20 Mexíkóska barokkið hafði þó sín ákveðnu sérkenni og var mesta
blómaskeið mexíkóskra bókmennta; það stóð lengi og einkenndist af
frumlegum efnistökum og fjölda skálda.21 Um Sor Juönu er sagt að henni
hafi umfram marga samtímamenn tekist að gæða hin útflúruðu barokkverk
merkingu. Hún var sporgöngumaður spænskra barokkskálda eins og
Góngora og Calderón de la Barca og hefur verið sökuð um að stela frá
þeim og stæla þá. Hún vísar reyndar til þeirra á þann hátt að ljóst er að hún
þekkti verk þeirra vel; hún kvaðst t.a.m. á við Góngora.22 Um ljóð hennar
Fyrsti draumur (Primer Sueño) skrifar Octavio Paz:
[Þ]að er ljóð þekkingarinnar. Þekkingin er það sem greinir það
frá ljóðagerð Góngora og, að auki, algjörlega frá allri barokk-
ljóðagerð. Þekkingin tengir ljóðið óvænt við þýsk ljóð róm-
antíkurinnar og í gegnum hana við ljóðagerð okkar tíma.23
Fyrsti draumur er almennt talið mikilvægasta heimspekiljóð sem samið
hef ur verið á spænska tungu.
Ævi Sor Juönu
Juana Inés Ramírez y Asbaje fæddist í þorpinu San Miguel Nepantla í
Mexíkó árið 1648 eða 1651.24 Juana var af spænskum ættum, óskilgetin
19 Emilio Orozco Diaz, Introduccion al Barroco I, Granada: Universidad de Granada,
1988, bls. 59–61.
20 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 74.
21 Sama rit, bls. 74.
22 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls.
1–37, hér bls. 16–18.
23 Octavio Paz, „Homenaje a Sor Juana Inés de la Cruz en su Tercer Centenario
(1651–1695)“, Sur, 206/1951, bls. 29–40, hér af vefslóð: http://www.dartmouth.
edu/~sorjuana/Commentaries/Paz/Paz.html. Skoðað 28. febrúar 2009. Þýðing
höf undar.
24 Ekki er ljóst hvort nafn hennar var Asbaje eða Asnaje. Sú vitneskja sem til er um
ævi Sor Juönu er að mestu fengin úr Svarinu annars vegar og hins vegar úr ævisögu
hennar sem presturinn Diego Calleja skrifaði. Þá eru nokkur ljóða hennar sjálfs-
ævisöguleg að einhverju leyti.