Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 76
76
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
sonnetturnar hennar og Svarið sem haldið hafa nafni hennar á lofti. Fyrra
bindið af verkum hennar, sem kom út á meðan hún lifði, var gefið út á
Spáni árið 1689 undir titli sem byrjar svona: Kastalíuflóð33 einstaks ljóð-
skálds, tíundu menntagyðjunnar, Systur Juönu Inés de la Cruz, nunnu við
klaustur heilags Híerónýmusar í konungsborginni Mexíkó, sem með fjölbreyttum
bragarháttum, tungumálum og stílum gæðir lífi ýmis málefni með glæsilegum,
fáguðum, skýrum, nytsamlegum kvæðum ... .34 Hér er ekki verið að spara lýs-
ingarorðin og gefur heitið vísbendingu um að Sor Juana hafi þá þegar
verið þekkt nafn í Mexíkó. Svarið var gefið út fimm árum eftir dauða henn-
ar ásamt ævisögu eftir Diego Calleja en sú bók er í helgisögustíl eins og oft
tíðkaðist um ævisögur nunna á nýlendutímanum.35 Titill ævisögunnar,
sem kom út í Madrid árið 1700,36 er hvorki styttri né lágstemmdari en
þeirrar bókar sem áður er nefnd og byrjar svo: Orðstír og óbirt verk eftir
Fönix Mexikó ... .37
Sor Juana og rit hennar féllu smám saman í gleymsku og það var ekki
fyrr en á 20. öld sem áhugi á ævi hennar og verkum færðist í aukana. Það
er ekki síst að þakka endurútgáfu mexíkóska prestsins og fræðimannsins
Alfonso Méndez Plancarte á ritum hennar á árunum 1951 til 1955 og
ævisögu Sor Juönu sem Octavio Paz sendi frá sér árið 1982 undir heitinu
Sor Juana Inés de la Cruz eða gildrur trúarinnar. Áhugi á kvennafræðum og
femínískum rannsóknum hefur einnig ýtt undir rannsóknir á verkum Sor
Juönu og markar grein Dorothy Schons frá 1925 upphaf þeirra rannsókna.
Rit Paz um Sor Juönu er ítarleg greining á samtíma hennar, ævi og ritverk-
33 Kastalía var helg lind skammt frá Delfí og kemur fyrir í rómverskri goðafræði.
„Töldu Rómverjar, að einn teygur úr þeirri lind nægði til að hrífa skáldin til guð-
dómlegra söngva“; Jón Gíslason, Goðafræði Grikkja og Rómverja, Reykjavík: Ísa-
foldarprentsmiðja, 1944, bls. 158.
34 Inundación Castálida de la única poetisa, Musa Décima, Soror Juana Inés de la Cruz,
religiosa profesa en el Monasterio de San Jerónimo de la Imperial Ciudad de México, que
en varios metros, idiomas y estilos, fertiliza varios asuntos, con elegantes, sutiles, claros,
ingeniosos, útiles versos … ; Sor Juana Inés de la Cruz, Inundación castálida, Madrid:
Editorial Castalia, 1982, bls. 76. Þýðing höfundar.
35 Margo Glantz talar um jesúítaprestinn Calleja sem helgisöguritara (sp. hagiobio-
grafo) Sor Juönu; Margo Glantz, Sor Juana Inés de la Cruz: ¿Hagiografía og auto-
biografía?, México: Grijalbo, 1995, bls. 120.
36 Sú útgáfa Svarsins sem stuðst er við hér er tvímála útgáfa á ensku og spænsku en
textar ritstjóranna eru eingöngu á ensku; sjá nmgr. 27.
37 Fama y Obras Pósthumas del Fénix de México … ; Margo Glantz, Sor Juana Inés de la
Cruz: ¿Hagiografía og autobiografía?, bls. 15. Þessi bók er í raun þriðja bindið af
heildarverkum Sor Juönu og í beinu framhaldi af þeim tveimur sem áður eru
nefnd.