Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 78
78
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
Hér hæðist Sor Juana að því hvernig komið er fram við hana sem sirkus-
fyrirbæri en ein af ástæðum þess að hún gerðist nunna var sú að hún vildi
forðast athyglina sem hún vakti og ýmist upphafði hana eða fordæmdi.
Hún var óvenjulegum gáfum gædd og þótti gullfalleg þannig að líkingar
við bergrisa, Fönix og aðrar furðuskepnur hljóma kaldhæðnislega í ljósi
þess að hún er sögð vera „falleg, jómfrúarleg og varnarlaus“.42 Slíkar lýs-
ingar urðu ef til vill til í hugum manna sem vildu einmitt hafa hana í þeirri
varnar- og valdalausu stöðu sem flestar kynsystur hennar bjuggu við. Sor
Juana vildi ekki láta hampa sér sem einstæðu furðuverki, hún vildi sýna
fram á að kynin væru jafn vel til þess fallin að hugsa, læra og tjá sig og að
það væri ekkert yfirnáttúrulegt við konu sem stæði karlmönnum á sporði.
Klausturlífið var ekki sérstakt meinlætalíf fyrir Sor Juönu. Eitt af hlut-
verkum klaustranna var að mennta konur úr efri stéttum þjóðfélagsins43
og mörg klaustur voru aðsetur yfirstéttarkvenna sem þar bjuggu í góðu
yfirlæti í rúmgóðum hýbýlum með þjónustufólk. Sem dæmi má nefna að
móðir hennar gaf henni þræl sem bjó hjá henni í tíu ár. Hýbýli hennar
voru menningarsetur þar sem hún tók á móti menntamönnum, aðalsfólki
og kirkjunnar mönnum og skemmti með ljóðalestri, tónlist og rökræðum.
Hún sá um bókhald klaustursins og stóð í viðamiklum bréfaskriftum.
Bókasafnið sem hún safnaði að sér var eitt hið stærsta á Nýja Spáni og hún
hafði af því atvinnu að semja ljóð og aðra texta fyrir kirkju og kóng.44
Forsaga Svarsins
Forsaga þess að Sor Juana skrifar Svarið er að hún gagnrýndi, fyrst munn-
lega, fjörutíu ára gamla predikun portúgalska prestsins Antonios Vieira.45
Biskupinn af Puebla, Manuel Fernández de Santa Cruz, bað hana svo að
setja gagnrýni sína niður á blað. Ekki er ljóst af hverju Sor Juana skrifaði
þetta fyrra bréf en Georgina Sabat de Rivers46 tekur undir þá kenningu
Octavio Paz að Sor Juana og biskupinn af Puebla, sem var vinur hennar,
42 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 128.
43 Luisa Ballesteros Rosas, La escritora en la sociedad latinoamericana, bls. 11.
44 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls.
6–7.
45 Antonio Vieira (1608–1697) var jesúítaprestur, ræðumaður og erindreki sem starf-
aði í Brasilíu og var virtur kennimaður innan kaþólsku kirkjunnar. Predikanir hans
voru gefnar út og lesnar víðsvegar um rómansk-kaþólskan trúarheim á 17. öld.
46 Georgina Sabat de Rivers, „Octavio Paz ante Sor Juana Inés de la Cruz“, bls.
422.