Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 79
79
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG
hafi verið samverkamenn og tilgangurinn hafi verið að koma höggi á
erkibiskupinn Francisco de Aguiar y Seijas. De Rivers tekur þó fram að
samstarf þeirra hafi ekki verið skipulagt. Aguiar y Seijas var mikill aðdáandi
Antonios Vieira þannig að gagnrýni á Vieira jafngilti gagnrýni á hann.47
Sú staðreynd að kona skrifaði gagnrýnina var svo til að auka á niðurlæg-
ingu hans.
Sor Juana skrifar bréfið en biður móttakandann, biskupinn af Puebla,
að sýna það engum. Hann birti bréf hennar48 þó opinberlega með formála
eftir sjálfan sig undirrituðum með nunnunafninu Sor Filotea de la Cruz
eða Systir Filotea af Krossi. Svarið er svar Juönu við formála biskups. Það
er forvitnilegt að biskupinn bregði kyni til að skiptast á skoðunum við Sor
Juönu. Henni var fullljóst hverjum hún var að skrifa og það var að ósk
biskupsins sem hún setti umdeildar skoðanir sínar á blað. Bandaríska
fræðikonan Jean Franco telur líklegt að biskupinn hafi haldið að hann væri
að gera Sor Juönu greiða með því að þykjast vera jafningi hennar en hann
var gamall vinur hennar og aðdáandi.49 Slík „kynskipti“ voru ekki algeng á
þessum tíma en það var heldur ekki algengt, né til þess ætlast, að konur
blönduðu sér í opinbera umræðu um guðfræðileg málefni. Vafalítið hefði
biskupnum þótt niðurlægjandi að standa í opinberum deilum um túlkanir
á Biblíunni við konu og því hefur hann fært sig „niður“ á hennar plan. Ef
tilgangurinn með gagnrýninni á Vieira var að niðurlægja Aguiar y Seijas þá
hafa „kynskipti“ biskupsins af Puebla aukið þar á, því erkibiskupinn var
frægur kvenhatari.50
Biskupinn af Puebla, Manuel Fernández de Santa Cruz, notar orð Páls
postula51 í formála sínum til að benda Sor Juönu á að hún „hafi of hátt“
um guðfræðileg málefni:
Það er rétt sem Páll postuli segir að konur eigi ekki að kenna, en
hann boðar ekki að konur megi ekki afla sér þekkingar því hann
47 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 526.
48 Carta Athenagórica (Bréf sæmandi Aþenu) nefndi biskupinn af Puebla þetta bréf.
49 Jean Franco, Plotting Women, London: Verso, 1989, bls. 43.
50 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 531.
51 Orð Páls postula hljóða svo: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur
þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær
vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað,
þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að
tala á safnaðarsamkomu. Eða er Guðs orð frá yður komið? Eða er það komið til
yðar einna?“; Biblían. Heilög ritning, Reykjavík: Hið íslenska Biblíufélag, 1981,
1Kor 14:34–36.