Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 80
80
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
vildi einungis koma í veg fyrir hættuna á drambi hjá kyni okkar,
sem ætíð er forboði hégómans.52
Hér er kjarni deilu Sor Juönu við yfirboðara sína sem túlkuðu orð Páls
postula á þann veg að konum væri ekki einungis meinað að predika í
kirkjum heldur væri ekki ætlast til þess að þær tjáðu sig opinberlega um
guðfræðileg efni. Erkibiskupinn, Aguiar y Seijas, var mjög afturhalds-
samur bæði hvað varðaði trúarlíf og hlutverk kvenna. Hann var líka mjög
mótfallinn veraldlegri skemmtun, eins og til dæmis ljóðagerð.53 Athyglin
sem Sor Juana fékk var honum þyrnir í augum og sterk staða hennar ógn-
aði íhaldssömum öflum innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja Spáni. Þar á
meðal var Antonio Nuñez de Miranda sem Sor Juana sagði upp sem
skriftaföður vegna ósættis um einarða afstöðu hans gegn skrifum hennar
og lærdómi.54 Arenal og Powell lýsa sýn hans á stöðu kvenna á eftirfarandi
hátt:
[K]yn réði skyldu og sköpum og rökræður voru einskorðuð for-
réttindi karlmanna. Í heimi þar sem konur voru tengdar djöfl-
inum og hinu holdlega voru gáfaðar og fagrar konur sakaðar
um margvíslegt böl; til að draga úr ógninni sem karlmönnum,
með sína óstjórnlegu ástríðu, stafaði af þeim varð að senda þær í
klaustur til að meðtaka hina heilögu fábreytni og fáfræði.55
Núñez de Miranda var ósáttur við að Sor Juana héldi áfram fræðiiðkunum
og veraldlegum skrifum í klaustrinu og kvað upp úr með að hann hefði
frekar komið henni í hjónaband en klaustur ef hann hefði grunað að hún
héldi uppteknum hætti.56 Hann hafði þó ekkert lagalegt vald yfir henni en
52 Antología del Ensayo, „Carta de Sor Filotea de la Cruz“ (1690), hér af vefslóðinni
www.ensayistas.org/antologia/XVII/sorjuana/sorjuana2.htm. Skoðað 28. febrúar
2009. Þýðing höfundar. Hér talar biskupinn um „kyn okkar“ en hann á þar við
kvenkynið sem hann þykist tilheyra.
53 Pamela Kirk, Sor Juana Inés de la Cruz. Religion, Art, and Feminism, New York:
The Continuum Publishing Company, 1998, bls. 16.
54 Bréfið þar sem Sor Juana segir Antonio Núñez de Miranda upp sem skriftaföður
fannst árið 1980, er talið skrifað árið 1681 og gengur ýmist undir nafninu
Autodefensa espiritual eða Carta de Monterrey. Archivos Identidades, „Autodefensa
espiritual de Sor Juana Inés de la Cruz“, hér af vefslóðinni www.identidades.org/
literatura/sor_juana_autodefensa.htm. Skoðað 28. febrúar 2009.
55 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta,
bls. 6.
56 Sor Juana hefur þetta eftir Núñez í bréfi til hans sem birt er í heild sinni í riti
Octavios Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 638–646.