Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 82
82
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
finna leið til að svara framúrskarandi lærðu, háttvísu, helgu og
elskuríku bréfi yðar. Þegar ég lít til þess hverju himneski dokt-
orinn Tómas frá Aquino svaraði kennara sínum, Alberti mikla,
aðspurður hverju þögn hans gagnvart honum sætti, sagði Tómas
að hann þegði vegna þess að hann hefði ekkert sæmandi Alberti
að segja. Hversu ríkari ástæða er þá fyrir mig að þegja, ekki af
hógværð eins og heilagur Tómas, heldur af því að sannlega get
ég ekkert sagt sem er yður sæmandi. Hin hindrunin var hvernig
ég ætti að þakka yður þann gegndarlausa og óvænta greiða að
afhenda til útgáfu pár mitt; svo stór greiði að hann fer fram
úr metnaðarfyllstu vonum og óraunhæfustu þrám. Svo stór að
enn á hugur minn erfitt með að meðtaka hann. Í raun svo stór
að tungumálið nær ekki að koma orðum að honum og er hann
stærri en svo að ég geti nógsamlega þakkað fyrir hann, bæði
vegna stærðar sinnar og þess hve óvæntur hann var eða eins og
Quintillianus orðaði það: „Hin minni dýrð sem vér vonuðumst
eftir bliknar frammi fyrir hinni meiri dýrð sem oss hlotnaðist
fyrir gæsku.“58 Svo yfirþyrmandi að þann sem tekur í mót setur
hljóðan.59
Undir fáguðu yfirborðinu má greina reiði Sor Juönu vegna þessa „óvænta
greiða“ sem er „stærri en svo að [hún] geti nógsamlega þakkað fyrir hann“.
Hún vildi aldrei að gagnrýni hennar yrði birt og því er henni á móti skapi
að þakka birtingu bréfsins sem kom sér illa fyrir hana. Þetta skín í gegn í
upphafi Svarsins þó að hvergi sé brugðið út af kurteisisávörpum og -hefð-
um.
Svarið er opinber texti en um leið mjög persónulegt og minnir að því
leyti á Játningar Ágústínusar kirkjuföður,60 sem Sor Juana nefnir nokkrum
sinnum í Svarinu. Lýsingar Sor Juönu á uppvexti sínum og innri baráttu
eru í hans anda:
Ég hef aldrei skrifað að eigin ósk, heldur vegna ytri þrýstings og
ég get sagt með sanni: Þér hafið neytt mig til þess.61 Það sem
58 Á latínu í textanum: „Minorem spei, maiorem benefacti gloriam pereunt“.
59 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 38.
60 Heilagur Ágústínus frá Hippó (354–430) var biskup og stofnandi munkareglu.
Hann skrifaði æviminningar sínar, Játningar, sem gjarnan er litið á sem fyrstu
vestrænu sjálfsævisöguna.
61 Hér notar Sor Juana orð Páls postula, Biblían, 2Kor 12:11.