Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 89
89
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG
að ást þín er betri en vín.“82 […] Eða þá að setja kvenkyn í stað
karlkyns, eða á hinn bóginn, að kalla allar syndir hórdóm?83
Þannig veltir hún fyrir sér þýðingafræðilegum spurningum í tengslum við
orð Páls postula um þögn kvenna í kirkjum. Hún spyr sig hvort sú túlkun
á orðum Páls að konur eigi ekki einungis að þegja í kirkjum heldur almennt
í söfnuðinum og um guðfræðileg málefni, stafi kannski af þýðingarvillum
sem gerðar hafi verið af vanhæfum körlum.84 Hún veltir svo fyrir sér hvað
sé átt við með því að konur skuli þegja í kirkju og hugmyndum Páls postula
þar að lútandi. Hún setur fram tvær spurningar, annars vegar hvort átt sé
við að konur eigi ekki að predika eða hvort þær megi ekki taka þátt í trúar-
lífi innan kirkjunnar. Hún hallast að hinu fyrra og rökstyður mál sitt með
því að fjöldi kvenna innan kirkjunnar og kristinna safnaða hafi fengið að
starfa óáreittar að skriftum. Máli sínu til stuðnings telur hún upp konur úr
kirkjusögunni sem stundað hafa skriftir. Helsta er þar að nefna heilaga
Teresu frá Avila (1515–1582) sem var stofnandi Karmelítareglu og skrifaði
bæði guðfræðileg og ævisöguleg rit. Þá veltir Juana ljóðforminu fyrir sér,
hvort það sé guði þóknanlegt, og bendir á að stór hluti Biblíunnar sé í
ljóðaformi og að allir helstu dýrlingar kaþólsku kirkjunnar hafi samið ljóð.
Því hefur hún „íhugað einarðlega hvaða skaði gæti hlotist af þeim en ekki
fundið hann. Ég hef bara séð þau lofuð af Síbillunum, blessuð af pennum
spámannanna, sérstaklega af Davíð konungi“.85
Sor Juana þurfti stöðugt að verja rétt sinn til að stunda rannsóknir og
nám. Þótt bækurnar og rannsóknarverkfæri hennar hafi verið tekin af
henni var aldrei hægt að hemja frjóan huga hennar. Í Svarinu segir hún frá
abbadís sem bannaði henni að lesa og mennta sig í þrjá mánuði, en þó að
hún hafi ekki haft verkfæri til náms fann hún aðrar leiðir til að virkja hug-
ann.86 Eldhússtörf hennar urðu þá að efna- og eðlisfræðitilraunum og
sagði hún eldhúsið upplagðan stað til heimspekilegra hugleiðinga. Á
þennan hátt færir hún hina andlegu iðju, sem karlar höfðu nær einræði
yfir, inn á yfirráðasvæði kvenna, eldhúsið, og telur að hefði Aristóteles
eldað hefði hann verið mun afkastameiri á ritvellinum.87
82 Ll 1:2.
83 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 88.
84 Sama rit, bls. 88.
85 Sama rit, bls. 94.
86 Sama rit, bls. 72.
87 Sama rit, bls. 74–75.